fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Eyjan

Björt framtíð í boði Samvinnutrygginga

Egill Helgason
Laugardaginn 10. nóvember 2018 16:54

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hún er stórkostleg þessi auglýsing fyrir Samvinnutryggingar sem er að finna í tímaritinu Vikunni 1960. Hefur ábyggilega vakið athygli á sínum tíma, svona litprentuð og fín. Það væri gaman að vita hver sé höfundur hennar.

Myndin ber vott um bjartsýni og framfaratrú sem við þekkjum varla lengur. Þarna eru glæsileg farartæki framtíðarinnar. Lest sem hreyfist á einteinungi. Við skynjum að þetta er hjóðlaus og afar þægilegur ferðamáti.

Það sést í verksmiðjur innan um tré og grasi vaxnar hæðir, en það er engin mengun, hvorki frá þeim né umferðinni. Nægt rými – lifnaðarhættirnir eru frjálsir og óþvingaðir.

Í auglýsingunni stendur:

„Ný tækni í samgöngumálum er nær en margan grunar – morgundagurinn gæti boðað gerbyltingu á þessu sviði.“

Jú, nú, næstum sextíu árum síðar færumst við nær rafbílum og jafnvel sjálfkeyrandi bifreiðum.

Minnir dálitið á frægt lag eftir Donald Fagen sem nefnist I.G.Y. – What a Beautiful World. Titillinn er kominn frá Alþjóðlega jarðeðlisfræðiárinu sem var 1957 og 1958 – hjá Fagen verður það tákn um þá trú að tækni- og vísindaframfarir muni skapa bjartan og fagran heim þar sem skynsemin ríkir.

Núorðið erum  við orðin frekar efins um það.

 

https://www.youtube.com/watch?v=sogYgHlNnqo

 

Um  Samvinnutryggingar er það að segja að þær störfuðu til 1989. Síðar urðu nokkrar deilur um hvernig farið var með sjóði félagsins og komu þar við sögu fyrirbæri eins og S-hópurinn og fjárfestingarfélagið Gift. En það er önnur saga.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Inga Sæland herská – Kallar eftir stuðningi á þingpöllunum

Inga Sæland herská – Kallar eftir stuðningi á þingpöllunum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus