fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Eyjan

Veruleg tekjuaukning hjá Menningarfélagi Akureyrar

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 1. nóvember 2018 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Veruleg tekjuaukning er á milli ára hjá Menningarfélagi Akureyrar, eða 42%. Rekstrarniðurstaða Menningarfélags Akureyrar er jákvæð og í samræmi við fjárhagsáætlanir félagsins fyrir nýliðið starfsár. Þetta er meðal þess sem fram kom á aðalfundi þess sem fram fór í Menningarhúsinu Hofi síðastliðinn þriðjudag.
Á aðalfundinum var ársreikningur lagður fram og rekstrarniðurstaðan síðasta starfsárs kynnt. Í kynningunni kom fram að tekjur félagsins hafa aukist verulega milli ára. Munar þar mestu um aukningu á sjálfsaflafé sem nam 43% af heildartekjum félagsins á rekstrarárinu. Tekjuaukningin er tilkomin vegna tvöföldunar á miðasölutekjum, sem og vegna aukningar á tekjum SinfoniaNord sem námu 44 mk.r. á árinu. Tekjur félagsins af útleigu húsnæðis og þjónustu jukust um 20% á milli ára og hækkun á opinberum framlögum nam 18 % á milli ára.
Í stefnu Menningarfélags Akureyrar er áhersla lögð á að efla atvinnustarfsemi á sviði lista og menningar á Akureyri en listamenn sem starfa í verkefnum á vegum Menningarfélags Akureyrar hafa aldrei verið fleiri en á liðnu rekstrarári. Félagið greiddi rúmlega 240 listamönnum laun á árinu en heildargreiðslur til þeirra námu samtals um 85 milljónum króna. Hjá félaginu störfuðu jafnframt 43 laus- og fastráðnir starfsmenn í 21 stöðugildi, sem er 10% aukning á milli ára. Þá er ljóst að stöðugildum mun jafnframt fjölga á því starfsári sem nú er hafið. Það er ekki síst að þakka góðri verkefnastöðu SinfoniaNord, metnaðarfullum og umfangsmiklum uppfærslum Leikfélags Akureyrar og góðri bókunarstöðu í Menningarhúsinu Hofi.
 
„Við erum að ná ótrúlegum árangri á stuttum tíma, við höfum auðvitað fundið fyrir þessari aukningu og starfsfólkið hefur unnið hreint frábært starf. Ég er stolt af árangrinum og þakklát fyrir að taka þátt í þessu ævintýri, það eru forréttindi að vinna í skapandi greinum og með svona kraftmiklu fólki,“ segir Þuríður Helga Kristjánsdóttir framkvæmdastjóri Menningarfélags Akureyrar.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Verður spútnikframbjóðandinn himnasending kosninganna?

Orðið á götunni: Verður spútnikframbjóðandinn himnasending kosninganna?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“