fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Eyjan

Vilhjálmur um kaup Icelandair á WOW: „Eyk­ur þessi eign verðmæti hlut­hafa? Hin spurn­ing­in er: Er verðið rétt?“

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 9. nóvember 2018 10:44

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vilhjálmur Bjarnason, fyrrum þingmaður Sjálfstæðisflokksins og nú tímabundinn verkefnastjóri hjá Seðlabankanum, skrifar um kaup Icelandair á WOW í Morgunblaðið í dag. Vilhjálmur imprar á nokkrum áhugaverðum spurningum, en segir þó að broslegt hafi verið að fylgjast með skuldabréfaútboði WOW í haust:

„Fyr­ir slysni fóru út upp­lýs­ing­ar, sem neyt­end­um voru alls ekki ætlaðar. Kjör­in í skulda­bréfa­út­boðinu voru mjög góð! Tvö­föld ávöxt­un annarra svipaðra útboða! En marg­föld áhætta! Þegar kjör í útboði eru góð er ástæða til að spyrja: Hvers vegna? Áhættuþætt­ir? Svo var útboðið fram­lengt. Að lok­um komu frétt­ir um að skulda­fjárút­boði væri lokið! Án þess að niðurstaða væri birt neyt­end­um. Víst er að ár­ang­ur af skulda­bréfa­út­boðinu dugði ekki til að hægt væri að halda áfram í hluta­fjárút­boð þar sem helm­ing­ur hluta­fjár í fé­lag­inu væri seld­ur fyr­ir allt að 25 millj­arða. Fé­lagið var selt fyr­ir tvo millj­arða! Eða jafn­vel ekk­ert ef áreiðan­leika­könn­un leiðir í ljós lík í flug­lest­inni! Það þurfti eng­inn ódrukk­inn „fjár­fest­ir“ að kaupa þessi skulda­bréf en kann að vera að ein­hver sem átti kröfu fyr­ir hafi breytt sinni kröfu í skulda­bréf til að eiga von í að ein­hver „drukk­inn“ fjár­fest­ir keypti skulda­bréf.“

Verðmæti fyr­ir hlut­hafa í Icelanda­ir hf.

Þá segir Vilhjálmur aðeins tvær spurningar skipta máli fyrir hluthafa Icelandair varðandi kaupin á WOW:

„Önnur spurn­ing­in er: Eyk­ur þessi eign verðmæti hlut­hafa? Hin spurn­ing­in er: Er verðið rétt? Hlut­hafa í Icelanda­ir hf. varðar ekk­ert um þjóðar­hag. Það eru kjörn­ir full­trú­ar sem skulu hafa þær áhyggj­ur. Hlut­hafa í Icelanda­ir hf. varðar ekk­ert um það hver eru áhrif áfram­hald­andi starf­rækslu WOW air á sam­keppni. Það er ekki hlut­verk hlut­hafa í öðrum hluta­fé­lög­um að viðhalda sam­keppni, frek­ar en það er hlut­verk banka og fjár­mála­fyr­ir­tækja að byggja upp og viðhalda sam­keppni á öðrum sviðum en fjár­mála­markaði.“

Verða þessi kaup efnd?

Þá spyr Vilhjálmur hvort allt sé eins og það sýnist við kaupin:

„Þegar viðskipti af þessu tagi eiga sér stað verður að gæta þess að and­lagið í viðskipt­un­um hafi þá eig­in­leika sem ætla má sam­kvæmt upp­lýs­ing­um sem lágu fyr­ir þegar samn­ing­ar voru gerðir. Hvað ef svo er ekki? Nær­tæk­ast er að spyrja: Hvaða verðmæti eru í seld­um flug­miðum? Hvað kost­ar að flytja þá farþega, sem eiga bókað hjá WOW air? Ef tap verður af þeim flutn­ingi, þá verður það í raun til að lækka verð á hinu selda and­lagi ef rétt er reiknað til verðs. Og hvað með það þótt WOW air hverfi af sjón­ar­sviðinu? Varðar hlut­hafa í Icelanda­ir hf. eitt­hvað um það hvernig af­kom­an verður á hót­el­um á Íslandi? Hvað ger­ist ef þessi kaup verða ekki efnd vegna þess að and­lagið er ekki eins og því var lýst? Þá kem­ur upp stór spurn­ing: Hvað vissu eft­ir­litsaðilar um fjár­hags­stöðu WOW air? Því þarf að svara ef farþegar WOW air ná ekki að ljúka ferðalagi sínu áður en rekstri fé­lags­ins verður hætt.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt