Eyjan

Heimagistingarvaktin hefur lokað ellefu gististöðum og aflað 40 milljóna vegna sekta: „Hefur nú þegar skilað tilætluðum árangri“

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 9. nóvember 2018 13:16

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir

Til að tryggja rétta skráningu og bæta eftirlit heimagistingar hér á landi, var Heimagistingarvakt efld með sérstakri fjárveitingu ferðamálaráðherra síðasta sumar. Hún hefur nú þegar skilað árangri, samkvæmt tilkynningu frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðsinu.

„Það er allra hagur að farið sé að lögum við útleigu heimagistingar og það er gleðilegt að átaksverkefni í heimagistingarvakt hefur nú þegar skilað tilætluðum árangri,“

segir Þórdís Kolbrún R Gylfadóttir ráðherra ferðamála.

Heimagistingarvaktin er starfrækt á vegum Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu sem hefur nú þegar samþykkt 1.860 skráningar á heimagistingu á þessu ári en á öllu síðasta ári var fjöldinn 1.059. Frá miðjum september hefur Heimagistingarvaktin framkvæmt 136 vettvangsheimsóknir á höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi og á Suðurnesjum í kjölfar upplýsinga sem fram hafa komið í ábendinga- og frumkvæðiseftirliti með óskráðri skammtímaleigu.

Á þessum tíma hefur lögregla stöðvað starfsemi þriggja rekstrarleyfisskyldra gististaða á höfuðborgarsvæðinu og óskað hefur verið eftir lögreglurannsókn og eftir atvikum lokun á átta rekstrarleyfisskyldum gististöðum utan höfuðborgarsvæðisins. Þá hefur 18 málum verið formlega lokið með álagningu stjórnvaldssekta og tugir mála eru til meðferðar vegna brota á skráningarskyldu sem verður að óbreyttu lokið með stjórnvaldssektum. Heildarupphæð fyrirhugaðra og álagðra stjórnvaldssekta vegna umræddra mála nemur um 40 milljónum króna.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 23 klukkutímum

Ástandið þarna er hræðilegt: Þrjár milljónir hafa þegar flúið land

Ástandið þarna er hræðilegt: Þrjár milljónir hafa þegar flúið land
Eyjan
Í gær

Vilja fiskeldisfræðing á Selfoss: „Eins og ef hafnarstjóri Faxaflóahafna væri staðsettur í Hveragerði“ segir bæjarstjóri

Vilja fiskeldisfræðing á Selfoss: „Eins og ef hafnarstjóri Faxaflóahafna væri staðsettur í Hveragerði“ segir bæjarstjóri
Eyjan
Í gær

Þingflokksformaður Framsóknar deilir jörð með James Ratcliffe

Þingflokksformaður Framsóknar deilir jörð með James Ratcliffe
Eyjan
Í gær

Benedikt skilgreinir „lýðskrumarann“ en nefnir engin nöfn

Benedikt skilgreinir „lýðskrumarann“ en nefnir engin nöfn
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Innan við helmingur hjóna á Íslandi giftir sig hjá Þjóðkirkjunni – Mikill samdráttur frá aldamótum

Innan við helmingur hjóna á Íslandi giftir sig hjá Þjóðkirkjunni – Mikill samdráttur frá aldamótum
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Rúnar fordæmir meðferðina á Tryggva – Vill beita sveitarfélög dagsektum

Rúnar fordæmir meðferðina á Tryggva – Vill beita sveitarfélög dagsektum