Eyjan

Demókratar fengu 13 milljón fleiri atkvæði en töpuðu samt

Egill Helgason
Föstudaginn 9. nóvember 2018 07:50

Ójafn atkvæðisréttur er meinsemd. Hann er ekki bara óréttlátur, heldur skekkir hann líka og afskræmir stjórnmálin.

Hér er kort sem sýnir úrslit kosninganna til öldungadeildar Bandaríkjaþings fyrr í vikunni. Þetta er alveg furðulegt – en segir mikla sögu um stjórnmálin í Bandaríkjunum á þessum sundrungartímum.

Ein helsta orsök sundrungarinnar er hinn ójafni atvkæðisréttur.

Demókratar frá 13 milljón fleiri atkvæði en Repúblikanar.  Munurinn er heil 16 prósentustig.

Samt frá Repúblikanar 51 þingmann en Demókratar 46. Repúblikanar hafa lönd, Demókratar fólkið. Hvort ætti nú að skipta meira máli?

Til að halda þessari stöðu sinni gera Repúblíkanar líka allt til að koma í veg fyrir að fleira fólk fái að kjósa – og þeir stunda gerrymandering, en þar eru kjördæmamörk færð til  svo ákveðnir þjóðfélagshópar fái meira vægi en aðrir.

Þetta er líka fyrirboði um forsetakosningarnar eftir tvö ár. Síðast varð Donald Trump forseti þótt hann fengi 3 milljónum færri atkvæði en Hillary Clinton.

Það er sannarlega ekki ólíklegt að Trump vinni aftur kosningarnar eftir tvö ár. Hann getur sleppt því að reyna að keppa í fjölmennu ríkjunum í austri og vestri en einbeitt sér að sveifluríkjum þar sem er færra fólk – sem ræður úrslitum kosninga.

Í þessu sambandi má benda á viðtal við Lawrence Lessig, prófessor við Harvard, í Silfrinu fyrr stuttu. Lessig er ómyrkur í máli um lýðræðið í Bandaríkjunum og telur hættu á að það líði undir lok.

 

 

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Í gær

Styrmir: Alvarlegur ágreiningur innan stjórnarflokkanna eru „pólitísk stórtíðindi“

Styrmir: Alvarlegur ágreiningur innan stjórnarflokkanna eru „pólitísk stórtíðindi“
Eyjan
Í gær

Reykjavíkurborg leysir leikskólavandann: Kostar fimm milljarða næstu fimm árin

Reykjavíkurborg leysir leikskólavandann: Kostar fimm milljarða næstu fimm árin