fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Eyjan

Ísland með mesta losun koltvísýrings á einstakling frá hagkerfinu

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 8. nóvember 2018 08:57

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ísland var með mesta losun koltvísýrings (CO2)frá hagkerfi á einstakling innan ESB og EFTA svæðisins árið 2016. Ísland hefur verið í þriðja til fjórða sæti frá árinu 2008 en losun hefur aukist vegna aukins flugreksturs og skipaflutninga frá árinu 2012. Þetta kemur fram á vef Hagstofu Íslands.

Land í fyrsta sæti losar mest á einstakling. Þar sem tölur vantar fyrir 2016 er gildi fyrir 2015 notað í staðinn. Þessi gildi eru merkt með x.

Önnur lönd sem hafa verið með háa losun koltvísýrings á einstakling eru Lúxemborg, Danmörk og Eistland og hefur losun hjá þessum löndum verið á bilinu 13 til 19 tonn af koltvísýringi á einstakling. Almennt hefur losun á einstakling lækkað innan ESB og eru flest lönd komin niður í um 9 tonn á einstakling, en hjá einstaka löndum er gildið lægra.

Í löndum ofarlega á listanum eru geirar innan hagkerfisins sem eru með afgerandi mesta losun samanborið við aðra geira. Í Lúxemborg er losun að stærstum hluta vegna reksturs flugfélaga, bæði farþegaflutnings og fraktflutnings. Sjóflutningur er afgerandi stærsta grein danska hagkerfisins í losun á einstakling, enda er stærsta skipafélag heims skráð þar. Eingöngu um 15% orkuframleiðslu Eistlands kemur frá endurnýjanlegum auðlindum og því er þessi geiri með afgerandi hlutfall losunar þar. Eistar mæta hins vegar um 93% af eigin orkuþörf með innlendri framleiðslu sem er hæsta hlutfall innan ESB. Á Íslandi er losun að stærstum hluta frá tveimur geirum; frá flugi og framleiðslu málma. Losun frá málmframleiðslu kemur ekki til vegna bruna á eldsneyti, heldur notkunar kola í rafskautum.

 

Sjá nánarMengun frá íslensku flugfélögunum eykst um 13,2% milli ára

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Katrín vildi Geir Haarde í fangelsi – hefur ekki beðist afsökunar

Orðið á götunni: Katrín vildi Geir Haarde í fangelsi – hefur ekki beðist afsökunar
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem yfirgaf sjálfan sig

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem yfirgaf sjálfan sig
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Katrín með forskot á Baldur – Halla Hrund sækir í sig veðrið

Katrín með forskot á Baldur – Halla Hrund sækir í sig veðrið
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Kúrekar og jakkafatalakkar Alþingis – „Fólkið í fínu fötunum, með fínu skoðanirnar og fínu brosin“

Kúrekar og jakkafatalakkar Alþingis – „Fólkið í fínu fötunum, með fínu skoðanirnar og fínu brosin“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn
Eyjan
Fyrir 6 dögum

800 milljóna halli en þokast í rétta átt

800 milljóna halli en þokast í rétta átt