Eyjan

Ísland með mesta losun koltvísýrings á einstakling frá hagkerfinu

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 8. nóvember 2018 08:57

Ísland var með mesta losun koltvísýrings (CO2)frá hagkerfi á einstakling innan ESB og EFTA svæðisins árið 2016. Ísland hefur verið í þriðja til fjórða sæti frá árinu 2008 en losun hefur aukist vegna aukins flugreksturs og skipaflutninga frá árinu 2012. Þetta kemur fram á vef Hagstofu Íslands.

Land í fyrsta sæti losar mest á einstakling. Þar sem tölur vantar fyrir 2016 er gildi fyrir 2015 notað í staðinn. Þessi gildi eru merkt með x.

Önnur lönd sem hafa verið með háa losun koltvísýrings á einstakling eru Lúxemborg, Danmörk og Eistland og hefur losun hjá þessum löndum verið á bilinu 13 til 19 tonn af koltvísýringi á einstakling. Almennt hefur losun á einstakling lækkað innan ESB og eru flest lönd komin niður í um 9 tonn á einstakling, en hjá einstaka löndum er gildið lægra.

Í löndum ofarlega á listanum eru geirar innan hagkerfisins sem eru með afgerandi mesta losun samanborið við aðra geira. Í Lúxemborg er losun að stærstum hluta vegna reksturs flugfélaga, bæði farþegaflutnings og fraktflutnings. Sjóflutningur er afgerandi stærsta grein danska hagkerfisins í losun á einstakling, enda er stærsta skipafélag heims skráð þar. Eingöngu um 15% orkuframleiðslu Eistlands kemur frá endurnýjanlegum auðlindum og því er þessi geiri með afgerandi hlutfall losunar þar. Eistar mæta hins vegar um 93% af eigin orkuþörf með innlendri framleiðslu sem er hæsta hlutfall innan ESB. Á Íslandi er losun að stærstum hluta frá tveimur geirum; frá flugi og framleiðslu málma. Losun frá málmframleiðslu kemur ekki til vegna bruna á eldsneyti, heldur notkunar kola í rafskautum.

 

Sjá nánarMengun frá íslensku flugfélögunum eykst um 13,2% milli ára

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 23 klukkutímum

Ástandið þarna er hræðilegt: Þrjár milljónir hafa þegar flúið land

Ástandið þarna er hræðilegt: Þrjár milljónir hafa þegar flúið land
Eyjan
Í gær

Vilja fiskeldisfræðing á Selfoss: „Eins og ef hafnarstjóri Faxaflóahafna væri staðsettur í Hveragerði“ segir bæjarstjóri

Vilja fiskeldisfræðing á Selfoss: „Eins og ef hafnarstjóri Faxaflóahafna væri staðsettur í Hveragerði“ segir bæjarstjóri
Eyjan
Í gær

Þingflokksformaður Framsóknar deilir jörð með James Ratcliffe

Þingflokksformaður Framsóknar deilir jörð með James Ratcliffe
Eyjan
Í gær

Benedikt skilgreinir „lýðskrumarann“ en nefnir engin nöfn

Benedikt skilgreinir „lýðskrumarann“ en nefnir engin nöfn
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Innan við helmingur hjóna á Íslandi giftir sig hjá Þjóðkirkjunni – Mikill samdráttur frá aldamótum

Innan við helmingur hjóna á Íslandi giftir sig hjá Þjóðkirkjunni – Mikill samdráttur frá aldamótum
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Rúnar fordæmir meðferðina á Tryggva – Vill beita sveitarfélög dagsektum

Rúnar fordæmir meðferðina á Tryggva – Vill beita sveitarfélög dagsektum