Eyjan

Stefán og Halldór ósáttir við Seðlabankann: „Beita meðulum á rangan sjúkdóm og rangan sjúkling!“

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 7. nóvember 2018 14:35

Stefán Ólafsson prófessor

Stefán Ólafsson, prófessor og sérfræðingur hjá Eflingu, og Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, eru ósáttir við stýrivaxtahækkun Seðlabankans. Stýrivextir voru hækkaðir um 0,25 prósentustig í morgun, eru þeir nú 4,5%. Í yfirlýsingu peningastefnunefndar segir að stefnan ráðist á næstunni af samspili minni spennu í þjóðarbúskapnum, launaákvarðana og þróunar verðbólgu og verðbólguvæntinga.

Segir Stefán ákvörðunina ganga gegn allri venjulegri hagstjórn:

„Við kólnun hagkerfisins myndu flestir Seðlabankar grannríkjanna lækka vexti til að milda niðursveifluna eða jafnvel til að vega á móti henni. Vaxtahækkun við þessi skilyrði hægir enn frekar á hagkerfinu. Hækkanir vaxta koma fyrst og fremst til að dempa uppsveiflur eða til að vinna gegn ofþenslu. Ekkert slíkt er nú í kortunum hér á landi. Svo vísa þeir í vaxandi „verðbólguvæntingar“ sem byggja á kukli eða marklausum kveðskap frekar en alvöru vísindalegum mælingum,“ segir Stefán í pistli á Eyjunni. Segir hann jafnframt að ef það gæti einhvers verðbólguþrýstings þá sé það vegna heimsmarkaðsverðs á olíu:

Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Mynd: DV/Hanna

„Á vaxtahækkun á Íslandi að draga úr olíuverðshækkun á heimsmarkaði? Þarna er sem sagt verið að beita meðulum á rangan sjúkdóm og rangan sjúkling! Þetta er undarleg læknisfræði hjá Seðlabankanum – og að auki kjánaleg pólitík. Ef Seðlabankinn telur að hann sé með þessu að senda aðilum vinnumarkaðarins skilaboð um að ekki megi hækka laun um of í komandi kjarasamningum þá er þetta líklegra til að hafa öfug áhrif – ef þá einhver.“

Halldór Benjamín segir í samtali við RÚV að vaxtahækkunin sé ótímabær.  „Harður tónn frá Seðlabankanum hefði verið eðlilegri en að þeir myndu bíða og sjá hvernig þróunin verður næstu vikurnar,“ sagði Halldór.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Í gær

Styrmir: Alvarlegur ágreiningur innan stjórnarflokkanna eru „pólitísk stórtíðindi“

Styrmir: Alvarlegur ágreiningur innan stjórnarflokkanna eru „pólitísk stórtíðindi“
Eyjan
Í gær

Reykjavíkurborg leysir leikskólavandann: Kostar fimm milljarða næstu fimm árin

Reykjavíkurborg leysir leikskólavandann: Kostar fimm milljarða næstu fimm árin