Eyjan

Leigan á Mathöllinni metin áður en kostnaðurinn fór úr böndunum

Ari Brynjólfsson
Miðvikudaginn 7. nóvember 2018 17:09

Leiguverð Mathallar á Hlemm var metið af þremur löggiltum fasteignasölum, það var gert áður en kostnaðurinn fór úr böndunum. Fram kemur í fréttatilkynningu frá Reykjavíkurborg, sem send var á fjölmiðla vegna umfjöllunar um kostnað borgarinnar og leiguverð á Hlemm Mathöll, að í tengslum við Sjávarklasann þá hafi fasteignasalarnir verið fengnir til að meta leiguverð. Líkt og kom fram í helgarblaði DV nam endanlegur kostnaður borgarinnar við Mathöllina á Hlemmi 308 milljónum króna. Sjávarklasinn rukkar mun hærri leigu fyrir pláss í Mathöllinni en fyrirtækið borgar Reykjavíkurborg, árstekjurnar eru minnst 61 milljón króna en borgin fær um 1,2 milljón króna á mánuði.

Sjá einnig: Þór mokgræðir á mathöllum Reykvíkinga

Félag atvinnurekenda hefur farið fram á að Samkeppniseftirlitið taki til skoðunar samning Reykjavíkurborgar við rekstraraðila Hlemms Mathallar ehf., með tilliti til þess hvort hann feli í sér opinberan styrk sem raski samkeppni á markaði.

Vísar FA í  auglýsingu eftir rekstraraðila fyrir veitinga- og matarmarkað á Hlemmi árið 2015, þar sem tekið var fram að samið yrði „nánar um leigu fyrir húsið á grundvelli markaðsleigu á nærliggjandi svæði og mögulegan kostnað við breytingar á húsnæðinu.“ Áætlaður kostnaður borgarinnar við breytingar á húsnæðinu var í upphafi rúmlega 107 milljónir, en endaði í 308 milljónum eins og áður segir.

Metið í ársbyrjun 2016

Leigan var metin af fasteignasölunum Dan Valgarð Wiium hjá Kjöreign, Kjartan Hallgeirsson og Geir Sigurðsson hjá Eignamiðlun, og Helga Bjarnasyni hjá Jöfur, í byrjun árs 2016, áður en kostnaðurinn við Mathöllina á Hlemmi fór úr böndunum. Matið er nokkuð mismunandi, það fer allt úr rúmri hálfri milljón á mánuði upp í 1,6 milljónir.

Í mati Dans Valgarðs hjá Kjöreign segir að það muni taka „alllangan tíma að breyta ímynd staðarins, en húsið er þekkt fyrir að vera viðverustaður ógæfufólks.“ Metur hann möguleika „matarmarkaðar“ sem þokkalega til að vaxa og dafna. Athygli vekur að í matinu er talað um kostnað leigutaka við innréttingar og kaup á tækjabúnaði upp á 30 til 35 milljónir. Metur hann leiguverðið 431 þúsund á mánuði.

Í mati Kjartans og Geirs hjá Eignamiðlun er tekið mið af staðsetningunni, er einnig talað um væntanlegan kostnað upp á 30 til 35 milljónir króna til að gera upp húsnæðið, er talað um að slíkt myndi taka tvo mánuði. Meta þeir leiguverðið sem 767 þúsund krónur á mánuði.

Í mati Helga hjá Jöfur er talað um skyndibitastaði, metur hann leiguna á um 1,6 milljón króna á mánuði ef það verði komið í veg fyrir að strætófarþegar komist í sæti, annars yrði leigan 1,2 milljónir.

Í fréttatilkynningu borgarinnar sem send var á fjölmiðla í dag segir að umhverfið á Hlemm þótt á þeim tíma ekki vera borgarprýði og þörf á því að lyfta svæðinu upp. Óhætt sé að segja að það markmið hafi náðst þar sem nýlegar mælingar á umferð um Hlemm sýna mikla umferð um svæðið auk þess fjöldi mathalla eru fyrirhugaðar víðsvegar um borgina í kjölfar þessa frumkvöðlaverkefnis. Leigusamningur við núverandi leigutaka tilteki ýmsar kvaðir á eigninni. Þar megi ekki selja ferðamannavarning, salernin verða að vera opin og aðgengileg almenningi og miðrými hússins er ætlað farþegum Strætó.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Í gær

Styrmir: Alvarlegur ágreiningur innan stjórnarflokkanna eru „pólitísk stórtíðindi“

Styrmir: Alvarlegur ágreiningur innan stjórnarflokkanna eru „pólitísk stórtíðindi“
Eyjan
Í gær

Reykjavíkurborg leysir leikskólavandann: Kostar fimm milljarða næstu fimm árin

Reykjavíkurborg leysir leikskólavandann: Kostar fimm milljarða næstu fimm árin