Eyjan

Félagslegum íbúðum fækkar í Garðabæ

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 7. nóvember 2018 10:41

Félagslegum íbúðum á höfuðborgarsvæðinu fjölgaði um 96 í fyrra, eru þær nú 3.303. Garðabær sker sig nokkuð úr, fækkaði félagslegum íbúðum þar um sex í fyrra, eru þær nú 29. Alls er þrjár af hverjum fjórum félagslegum íbúðum á höfuðborgarsvæðinu í Reykjavík. Þetta kemur fram í nýjum tölum frá Varasjóði húsnæðismála sem greint er frá í fréttaskýringu á vef Kjarnans.

Um er að ræða félagslega leiguíbúðir, leiguíbúðir fyrir aldraða í eigu sveitarfélaga, leiguíbúðir fyrir fatlaða í eigu sveitarfélaga og aðrar íbúðir sem ætlaðar eru til nýtingar í félagslegum tilgangi.

Í Reykjavík eru 20 félagslegar íbúðir á hverja þúsund íbúa, 13 í Kópavogi, 3,5 á Seltjarnarnesi og 2 í Garðabæ.

985 manns voru skráð á biðlista eftir almennu félagslegu leiguhúsnæði í borginni fyrr á þessu ári, þar af voru 702 skilgreindir í brýnni þörf.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Opnunarhátíð Veltis
Eyjan
Í gær

Krónan í frjálsu falli og Villi varar við verðbólgu: „Sýnir okkur ruglið sem er í kringum þessa blessuðu verðtryggingu!“

Krónan í frjálsu falli og Villi varar við verðbólgu: „Sýnir okkur ruglið sem er í kringum þessa blessuðu verðtryggingu!“
Eyjan
Í gær

Blikur á lofti með raforkuframboð hefðbundinna orkukosta næstu árin – Nýrra leiða leitað í skýrslu Þórdísar

Blikur á lofti með raforkuframboð hefðbundinna orkukosta næstu árin – Nýrra leiða leitað í skýrslu Þórdísar
Eyjan
Í gær

Meðalsölutími á sérbýli orðinn svipaður og á fjölbýli

Meðalsölutími á sérbýli orðinn svipaður og á fjölbýli
Eyjan
Í gær

Forstjórar íhuga dómsmál gegn ríkinu vegna kjararáðs

Forstjórar íhuga dómsmál gegn ríkinu vegna kjararáðs