fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Eyjan

Píratar bregðast við ólgunni í flokknum: „Viljum við benda á að allir eru velkomnir aftur“

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 6. nóvember 2018 12:23

Dóra Björt Guðjónsdóttir. Mynd/DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ásakanir um einelti innan raða Pírata hafa leitt til úrsagna úr flokknum og er mikil óánægja sögð krauma þar undir. Sagði Dóra Björt Guðjónsdóttir í gær að um „stórt vandamál“ væri að ræða.

Sjá nánarMeðvirkni með eineltishrottum innan Pírata – „Það er stórt vandamál sem þarf að takast á við“

Hafa Píratar nú sent frá sér yfirlýsinga þar sem greint er frá því að á fundi fulltrúa framkvæmdaráðs, þingflokks, sveitastjórnarfulltrúa, trúnaðarráðs og úrskurðarnefndar í gærkvöldi, hafi verið ákveðið að grípa til samþættra aðgerða til að „koma samskiptamálum og vellíðan félagsmanna til betri vegar og vinna saman að því markmiði.“

Vinna er sögð hafin við aðgerðaráætlun til að taka á vandanum:

„Við ætlum að vanda okkur og það tekur tíma. Frekari skref verða tekin á næstu dögum.“

Í tilkynningunni segir ennfremur:

„Alltaf er eftirsjá af góðu fólki í okkar starfi. Ábendingar þeirra sem hafi horfið frá sem og annarra aðila eru teknar alvarlega. Þær ábendingar og stundum ásakarnir eru og verða skoðaðar.  Okkar takmark er að búa til gott umhverfi fyrir félagsmenn Pírata og fyrir starfsfólk. Við erum öll sem eitt staðráðin í því að skapa slíkt umhverfi fyrir okkar félagsmenn.  Þar að auki viljum við benda á að allir eru velkomnir aftur. Undanfarnar vikur hafa Píratar lagt mikið á sig við að tryggja örugg og jákvæð samskipti milli meðlima. Innleiðing á reglum um  bann við einelti, kynferðislegri áreitni og ofbeldi er langt á veg komin. Um er að ræða aðlögun á vinnureglum frá Sameinuðu þjóðunum og hefur sú vinna staðið yfir síðan í vor. Stefnt er að því að klára þessa innleiðingu sem fyrst.“

Þingflokkur Pírata leitaði aðstoðar vinnustaðarsálfræðings árið 2016 vegna samskiptaörðuleika og álags. Var þeirri aðstoð lýst sem „mannbætandi“ ferli sem þingmenn hafi notið góðs af.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Inga Sæland herská – Kallar eftir stuðningi á þingpöllunum

Inga Sæland herská – Kallar eftir stuðningi á þingpöllunum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus