Eyjan

Múslímar krefjast þess að Geert Wilders verði bannaður á Twitter

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 6. nóvember 2018 20:51

Áhrifamikil tyrknesk trúarsamtök í Hollandi, sem upp á ensku nefnast The Turkish Islamic Cultural Federation og hafa innan sinna vébanda 144 moskur í Hollandi, hafa krafist þess að samfélagsmiðillinn Twitter setji formann hollenska Frelsisflokksins, Geert Wilders, í bann frá miðlinum.

Frelsisflokkurinn er nú næststærsti stjórnmálaflokkur Hollands, með 20 þingsæti, en er þó einangraður á þingi því engir aðrir stjórnmálaflokkar í landinu vilja vinna með honum. Hefur flokkurinn gert út á andúð gegn innflytjendum og harða gagnrýni á Íslam.

Í bréfi til Twitter segja samtökin meðal annars að Wilders hafi sært 1,2 milljónir múslíma í Hollandi með ummælum sínum. Meðal þeirra ummæla eru staðhæfingar á borð við þær að Múhameð spámaður hafi verið barnaníðingur og fjöldamorðingi og að böl á borð við hatur á samkynhneigðum, ill meðferð á dýrum, þrældómur og óréttlæti fylgi Íslam.

Þekkt fordæmi eru fyrir því að andstæðingar Íslams hafi verið bannaðir á Twitter. Hinn þekkti og umdeildi Íslamsgagnrýnandi, Tommy Robinson, fékk ævilangt bann frá Twitter fyrr á árinu. Það var þó fyrir öllu hófsamari ummæli en Geert Wilders hefur látið hafa eftir sér, nefnilega að 90% gerenda í barnaníðsmálum götugengja (svokölluð grooming gangs) séu íslamskir. Byggði hann yfirlýsingu sína þó á gögnum frá samtökum hófsamra múslíma í Bretlandi, The Quilliam Foundation (og skeikaði raunar um 4% – talan var 86%).

Fréttaveitan Euronews greindi frá málinu

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 23 klukkutímum

Ástandið þarna er hræðilegt: Þrjár milljónir hafa þegar flúið land

Ástandið þarna er hræðilegt: Þrjár milljónir hafa þegar flúið land
Eyjan
Í gær

Vilja fiskeldisfræðing á Selfoss: „Eins og ef hafnarstjóri Faxaflóahafna væri staðsettur í Hveragerði“ segir bæjarstjóri

Vilja fiskeldisfræðing á Selfoss: „Eins og ef hafnarstjóri Faxaflóahafna væri staðsettur í Hveragerði“ segir bæjarstjóri
Eyjan
Í gær

Þingflokksformaður Framsóknar deilir jörð með James Ratcliffe

Þingflokksformaður Framsóknar deilir jörð með James Ratcliffe
Eyjan
Í gær

Benedikt skilgreinir „lýðskrumarann“ en nefnir engin nöfn

Benedikt skilgreinir „lýðskrumarann“ en nefnir engin nöfn
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Innan við helmingur hjóna á Íslandi giftir sig hjá Þjóðkirkjunni – Mikill samdráttur frá aldamótum

Innan við helmingur hjóna á Íslandi giftir sig hjá Þjóðkirkjunni – Mikill samdráttur frá aldamótum
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Rúnar fordæmir meðferðina á Tryggva – Vill beita sveitarfélög dagsektum

Rúnar fordæmir meðferðina á Tryggva – Vill beita sveitarfélög dagsektum