fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Eyjan

Karen María Jónsdóttir settur forstöðumaður Höfuðborgarstofu

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 6. nóvember 2018 13:04

Karen María

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Karen María Jónsdóttir hefur verið settur forstöðumaður Höfuðborgarstofu. Höfuðborgarstofa ber ábyrgð á verkefnum tengdum ferðamálum og fylgir eftir ferðamálastefnu Reykjavíkurborgar.

Karen María hefur verið deildarstjóri Upplýsingamiðstöðvar ferðamanna í Reykjavík (UMFR) í á þriðja ár en UMFR var lögð niður nú um mánaðamótin. Í staðinn verður lögð aukin áhersla á upplýsingamiðlun á rafrænu formi. Þar áður var Karen María verkefnastjóri viðburða hjá Höfuðborgarstofu í á fimmta ár.

Karen María er með diplóma á meistarastigi í opinberri stjórnsýslu og meistaragráðu í stjórnun stofnana frá Háskóla Íslands, meistaragráðu í leikhúsfræðum og meistaragráðu í þverfaglegri listgreinakennslu frá Háskólanum í Amsterdam og BA gráðu í listdansi frá ArtEZ listaháskólanum í Arnhem.

Höfuðborgarstofa, sem heyrir undir Menningar- og ferðamálasvið Reykjavíkurborgar, styður við markaðssetningu höfuðborgarsvæðisins gagnvart erlendum ferðamönnum, heldur utan um Gestakort Reykjavíkur og miðlar upplýsingum um menningu og afþreyingu í gegnum rafræna miðla. Hlutverk Höfuðborgarstofu felst auk þess í því að stuðla að góðu samstarfi við ferðaþjónustu í borginni, aðra rekstraraðila og íbúa. Innan borgarinnar er nú unnið að nýrri ferðamálastefnu fyrir Reykjavíkurborg sem mun líta dagsins ljós næsta vor.

Karen María hefur þegar tekið til starfa.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Óæskilegt lesefni

Óttar Guðmundsson skrifar: Óæskilegt lesefni
Eyjan
Fyrir 6 dögum

800 milljóna halli en þokast í rétta átt

800 milljóna halli en þokast í rétta átt
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Siglaugsson skrifar: Gervigreind og máttur tungumálsins

Þorsteinn Siglaugsson skrifar: Gervigreind og máttur tungumálsins