fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Eyjan

Icelandair-menn sögðu að það væri ekki hægt að sameinast WOW

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 6. nóvember 2018 19:00

Björgólfur Jóhannsson, fyrrverandi forstjóri Icelandair Group, og Úlfar Steindórsson, stjórnarformaður Icelandair Group. Samsett mynd/Skjáskot af RÚV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Miðað við núverandi samkeppnislög í landinu er það, held ég, ekki hægt. Það væri um margt áhugavert að minnsta kosti að skoða hvað það þýddi ef þessi tvö félög gætu sameinast. En samkeppnislögin eru bara með þeim hætti að það myndi ekki ganga.“ Þetta sagði Úlfar Steindórsson, stjórnarformaður Icelandair, þegar hann var spurður um hugsanlega sameiningu Icelandair og WOW air í viðtali við Viðskiptablaðið í ágúst síðastliðnum. Í gær var greint frá því að Icelandair myndi kaupa WOW air.

Hann sagði fleiri þætti hafa áhrif á það að félögin gætu ekki sameinast:

„Samt er stærsti hluti af starfsemi beggja fyrirtækja á markaðnum frá Evrópu til Ameríku og Ameríku til Evrópu. Samtals erum við með um 3% hlutdeild svo ekki erum við með ráðandi hlutdeild þar, heldur er það umferðin til og frá Íslandi sem veldur því að það gengur ekki upp,“ sagði Úlfar.

Í bréfi sem Skúli Mogensen til starfsmanna í gær sagði hann að kaupin væru bundin ákvörðun hluthafa Icelandair Group sem og samþykkis Samkeppniseftirlitsins. Það ferli mun taka rúmlega þrjár vikur.

Björgólfur Jóhannsson talaði á sömu nótum og Úlfar þegar hann var í viðtali í Kastljósi í lok ágúst. Björgólfur hætti sem forstjóri Icelandair Group tveimur dögum fyrir viðtalið. „Í fyrsta lagi reikna ég ekki með því að það sé heimilt. Ég held að starfsmenn ákveðinnar skrifstofu í Borgartúninu hafi skoðun á því ef að það kæmi til tals. Ég sé það ekki alveg fyrir mér.“

Ekki náðist í Úlfar Steindórsson við vinnslu fréttarinnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki