Eyjan

Benedikt dregur dómgreind forsætisráðherra í efa vegna mjólkurfernumálsins -„Ég fékk nú bara kjánahroll yfir þessu“ segir samkeppnisaðili

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 6. nóvember 2018 14:00

Samsett mynd DV

Viðbrögð fólks við mjólkurfernumálinu svokallaða eru blendin. Flestir virðast undrast yfir því hversu greiðan aðgang Mjólkursamsalan hefur að Alþingi og forsætisráðherra, í ljósi þess hversu mikla umfjöllun kjólamálið svokallaða fékk, þegar Björt Ólafsdóttir, þáverandi umhverfisráðherra, lét taka mynd af sér í kjól frá breska tískuvörufyrirtækið Galvan.

Sjá nánar: Björt ítrekar að hún hafi ekki brotið neinar reglur – Mun þá Bjarni auglýsa Armani?

Fullveldisfernur

Afmælisnefnd fullveldis Íslands óskaði eftir því að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, veitti tveimur mjólkurfernum frá Mjólkursamsölunni formlega viðtöku í Alþingishúsinu á föstudag. Það var gert með leyfi Alþingis, en venjulega er bannað að nota húsið til kynningar á vörum og þjónustu fyrirtækja. Stundin greindi frá.

Á mjólkurfernunum er ýmis fróðleikur um fullveldisárið 1918, en MS vann hugmyndina í samráði við afmælisnefndina, sem fór þess á leit við forsætisráðherra að þiggja fyrstu fernurnar í anddyri Alþingishússins. Að sögn Einars Kr. Guðfinnssonar, formanni afmælisnefndarinnar, var þess gætt sérstaklega að hvergi kæmi fram kynningarefni frá MS.

Ekki svo dulin auglýsing

Þorgerður Katrín Gunnarssóttir, formaður Viðreisnar, tók málið upp á Alþingi í gær og spurði hvort hvaða fyrirtæki sem er gæti því skipt um umbúðir og fengið forsætisráðherra til að sitja fyrir með nýju vörurnar sínar, og fengið þannig ókeypis auglýsingu. Hún benti einnig á að MS væri í samkeppni við aðra framleiðendur, en MS hafi verið dæmt til hárra sekta vegna samkeppnisbrota. Sagði hún um dulda auglýsingu að ræða og spurði hvar ætti að draga mörkin á slíkum auglýsingum:

„Við erum til dæmis með frábæra bjórframleiðendur víða um land. Verður þinghúsið vettvangur fyrir auglýsingu á fullveldisbjór?“

spurði Þorgerður.

Katrín og jólabjórinn

Forveri Þorgerðar í formannsstól Viðreisnar, Benedikt Jóhannesson, tekur málið upp á Facebook síðu sinni og gerir grín að öllu saman. Birtir hann mynd af forsætisráðherra halda ræðu á hátíðarfundinum á Þingvöllum í sumar, þar sem búið er að sníða inn mynd af dönskum jólabjór framan á ræðupúltið.

Benedikt skrifar við myndina:

„Athygli og aðdáun hefur vakið hve vel forsætisráðherra tekur sig út í nýrri auglýsingu Mjólkursamsölunnar sem tekin var í Alþingishúsinu. Auglýsingin er hluti af röð kynninga í tilefni af fullveldisafmælinu. Hér að neðan sést skjáskot úr myndbandi sem þær Katrín og Pia Kjærsgaard, vinkona hennar, gerðu í sumar á Þingvöllum fyrir Sameinuðu dönsku bruggverksmiðjurnar. Fljótlega koma svo auglýsingar Katrínar frá Arionbanka, HB-Granda og Prada, en Katrín mun sýna nýjustu kjólalínu þessa þekkta hönnuðar í myndaröð úr Stjórnarráðinu.“

Þá skrifar Benedikt í athugasemd við færslu sína:

„Eiga ráðamenn að auglýsa einka- eða einokunarfyrirtæki? Katrín segist hafa verið, að manni skilst, viljalaust verkfæri einhverrar nefndar. Á forsætisráðherra ekki að hafa dómgreind til þess að meta það sjálfur svo að ekki eigi að nota embættið eða Alþingi í auglýsingar?“

Kjánahrollur

Hálfdán Óskarsson, framkvæmdarstjóri Örnu í Bolungarvík, er í harðri samkeppni við MS. Honum finnst uppátæki forsætisráðherra á gráu svæði:

„Ég fékk nú bara kjánahroll yfir þessu. Að eitthvað fyrirtæki út í bæ geti fengið svona auglýsingu í Alþingishúsinu finnst mér svolítið á gráu svæði. En við ætlum nú ekki að eltast eitthvað frekar við þetta, þetta er bara kjánalegt. Ég heyri að fólki finnist þetta svolítið spes, en eflaust eiga önnur fyrirtæki sem hafa hug á að setja eitthvað fullveldistengt  á umbúðirnar sínar greiðan aðgang að forsætisráðherra.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Opnunarhátíð Veltis
Eyjan
Fyrir 10 klukkutímum

Leikur í stöðunni?

Leikur í stöðunni?
Eyjan
Fyrir 12 klukkutímum

Jón segir fjölgun aðstoðarmanna þingflokka vera enn meiri þjófnað frá skattgreiðendum – Gæðingum komið í góð störf

Jón segir fjölgun aðstoðarmanna þingflokka vera enn meiri þjófnað frá skattgreiðendum – Gæðingum komið í góð störf
Eyjan
Fyrir 20 klukkutímum

Matar- og kaffitímarnir sem gleymdust – og hin laka framleiðni sem kannski var misskilningur

Matar- og kaffitímarnir sem gleymdust – og hin laka framleiðni sem kannski var misskilningur
Eyjan
Í gær

Blikur á lofti með raforkuframboð hefðbundinna orkukosta næstu árin – Nýrra leiða leitað í skýrslu Þórdísar

Blikur á lofti með raforkuframboð hefðbundinna orkukosta næstu árin – Nýrra leiða leitað í skýrslu Þórdísar
Eyjan
Í gær

Brynjar skýtur föstum skotum á Styrmi – „Tæpar 5,3 milljónir í laun á mánuði“

Brynjar skýtur föstum skotum á Styrmi – „Tæpar 5,3 milljónir í laun á mánuði“
Eyjan
Í gær

Forstjórar íhuga dómsmál gegn ríkinu vegna kjararáðs

Forstjórar íhuga dómsmál gegn ríkinu vegna kjararáðs
Eyjan
Í gær

„Þjóðhyggjan“ og hin alltumlykjandi alþjóðamenning

„Þjóðhyggjan“ og hin alltumlykjandi alþjóðamenning