Eyjan

Áslaug Arna varar við vofu

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 6. nóvember 2018 10:46

Ljósmynd: DV/Hanna

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður og ritari Sjálfstæðisflokksins segir að kröfur verkalýðsfélaganna séu óraunhæfar, ábyrgðarlausar og aðeins til þess fallnar að búa til falsvonir. Áslaug Arna sendir VR, Eflingu, Starfsgreinasambandinu og fleiri „háværum“ verkalýðsfélögum tóninn í grein sem hún skrifar í Morgunblaðið í dag.

Segir hún að hugmyndafræði sósíalisma sem heyrst hafi í aðdraganda kjarasamninga byggi á sundrungu. „Henni er ætlað að reka fleyg, ekki aðeins milli atvinnurekenda og launafólks heldur einnig milli stétta. Sagan kennir okkur hvaða afleiðingar það hefur.“

VR og Starfsgreinasambandið kefjast þess í komandi kjarasamningum að í ársbyrjun 2021 verði lægstu laun 425 þúsund krónur á mánuði. Þá gera félögin einnig kröfur á stjórnvöld, meðal annars um mikla íbúðauppbyggingu, afnám verðtryggingar á neytendalánum, að fæðingarorlof verði lengt og að lægstu laun verði skattfrjáls.

Áslaug segir að það hafi heyrst að undanförnu að atvinnurekendur séu óvinir launafólks, það sé ekki raunin þar sem hvorugur gæti lifað án hinna. Bætir hún við að gagnrýnendur með hagfræðiþekkingu séu samtvinnaðir við „illt auðvald“ og að vinna gegn launafólki. Varar hún við vofu Karls Marx:

„Árið er 2018 en vofa Karls Marx lifnar við í frösum íslenskra forystumanna verkalýðsfélaga og fylgisveina þeirra. Þeir sem eldri eru þekkja afleiðingar sósíalismans í Sovétríkjunum, Austur-Þýskalandi og Kína og við sem yngri erum höfum séð hvernig almenningur í Venesúela hefur greitt dýru verði fyrir enn eina tilraunina í nafni sósíalismans. Landi sem fyrir örfáum árum var eitt auðugasta ríki í Suður-Ameríku en er nú orðið efnahagsleg auðn. Dæmin eru fleiri en rúmast í stuttum pistli sem þessum, en niðurstaðan er alltaf sú sama. Hvar sem sósíalismi hefur skotið rótum eru afleiðingarnar skelfilegar fyrir almenning. Það er engin ástæða til að ætla að niðurstaðan yrði önnur hér á landi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Opnunarhátíð Veltis
Eyjan
Fyrir 10 klukkutímum

Leikur í stöðunni?

Leikur í stöðunni?
Eyjan
Fyrir 12 klukkutímum

Jón segir fjölgun aðstoðarmanna þingflokka vera enn meiri þjófnað frá skattgreiðendum – Gæðingum komið í góð störf

Jón segir fjölgun aðstoðarmanna þingflokka vera enn meiri þjófnað frá skattgreiðendum – Gæðingum komið í góð störf
Eyjan
Í gær

Blikur á lofti með raforkuframboð hefðbundinna orkukosta næstu árin – Nýrra leiða leitað í skýrslu Þórdísar

Blikur á lofti með raforkuframboð hefðbundinna orkukosta næstu árin – Nýrra leiða leitað í skýrslu Þórdísar
Eyjan
Í gær

Brynjar skýtur föstum skotum á Styrmi – „Tæpar 5,3 milljónir í laun á mánuði“

Brynjar skýtur föstum skotum á Styrmi – „Tæpar 5,3 milljónir í laun á mánuði“
Eyjan
Í gær

Forstjórar íhuga dómsmál gegn ríkinu vegna kjararáðs

Forstjórar íhuga dómsmál gegn ríkinu vegna kjararáðs
Eyjan
Í gær

„Þjóðhyggjan“ og hin alltumlykjandi alþjóðamenning

„Þjóðhyggjan“ og hin alltumlykjandi alþjóðamenning