fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Eyjan

Útsvarslækkunartillaga Eyþórs kostar 700 milljónir: „Svipað og viðgerð á bragga og mat­höll við Hlemm“

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 5. nóvember 2018 14:40

Eyþór Arnalds

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Útsvar Reykjavíkurborgar er í hámarki og með því hæsta á stórhöfuðborgarsvæðinu. Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík,  sagði við Eyjuna að hann vildi helst koma útsvarinu niður fyrir 14 prósentin, líkt og talað var um fyrir kosningar, en tillaga þess efnis verður lögð fram í næstu viku:

„Það hjálpaði sennilega til ef Reykjavíkurborg slakaði á klónni varðandi útsvarið, þá myndu fleiri kannski vilja flytjast hingað. En ég myndi vilja taka þetta undir 14 prósentin eins og við ræddum síðasta vor. Sum sveitarfélög hér í kring eru að gera mjög vel þó svo að útsvarið sé undir 14 prósentum. Og nú þegar talað er um kaupmátt og kjaramál gleymist oft hvað sveitarfélögin taka mikið til sín.“

Aðspurður hvort Sjálfstæðisflokkurinn ætlaði að leggja til lækkanir á öðrum gjöldum, svaraði Eyþór:

„Við verðum með ákveðnar breytingatillögur á morgun, látum það bara koma í ljós hvernig þær verða. En allt eru þetta kjaramál sem varða launafólk.“

Lækkun þýðir 700 milljóna tekjumissi

Eyþór segir í grein í Morgunblaðinu í dag, að þessi skattheimta hljóti að koma til skoðunar í aðdraganda komandi kjarasamninga, þar sem kaupmáttur borgarbúa skerðist meira en annarra. Þá segir hann að tekjumissir borgarinnar verði um 700 milljónir gangi hugmyndir hans um útsvarslækkun eftir, eða svipað og viðgerðin á bragganum og kostnaðurinn við Mathöllina á Hlemmi:

„Kaup­mátt­ur skerðist meira hjá íbú­um borg­ar­inn­ar en öðrum. Kjara­bar­átta snýst um að bæta kaup­mátt. Borg­ar­full­trú­ar Sjálf­stæðis­flokks­ins munu í næstu viku leggja til í lækk­un í 14,38%. Það er gott fyrsta skref. Kostnaður­inn er um 700 millj­ón­ir króna, eða svipað og viðgerð á bragga og mat­höll við Hlemm. Þetta er þó held­ur lægri fjár­hæð en rekst­ur skrif­stofu borg­ar­stjóra kost­ar á einu ári.“

Eyþór segir lóðagjöld Reykjavíkurborgar skila sér í verðlagið, þó svo meirihlutinn segi það ekki skipta máli:

„For­seti ASÍ benti ný­lega á að sveit­ar­fé­lög­in væru í lyk­il­stöðu til að út­hluta lóðum. „Og slá af kröf­um um bygg­ing­ar­rétt­ar­gjald og gatna­gerðar­gjöld og allt það til að liðka fyr­ir því öll gjöld sem sveit­ar­fé­lög­in leggja á lóðir og ný­bygg­ing­ar skila sér beint inn í verðlagið.“ Því hef­ur verið haldið fram af borg­ar­full­trú­um „meiri­hlut­ans“ að gjöld sem borg­in legg­ur á lóðir og hús­næði skipti ekki máli. Sam­tök iðnaðar­ins, Sam­tök at­vinnu­lífs­ins, VR og nú ASÍ hafa öll bent á að gjöld­in skila sér á end­an­um í hærra verði hús­næðis. Og þar af leiðandi í hærra leigu­verði. Eng­inn einn aðili get­ur gert meira til að vinda ofan af erfiðri stöðu í hús­næðismál­um. Lóðaskort­ur og há gjöld borg­ar­inn­ar hafa bein­lín­is lagst á leigj­end­ur og kaup­end­ur. Það er því ekki nóg með að borg­in taki til sín mest af laun­um íbú­anna. Því til viðbót­ar tals­vert af því sem eft­ir er af laun­un­um í hús­næðis­kostnað fólks vegna ákv­arðana þeirra sem nú stjórna í Reykja­vík.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Inga Sæland herská – Kallar eftir stuðningi á þingpöllunum

Inga Sæland herská – Kallar eftir stuðningi á þingpöllunum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus