Eyjan

Sunnlendingar óánægðastir með sumarveðrið í ár samkvæmt MMR

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 5. nóvember 2018 18:30

Svona kom sumarið mörgum fyrir sjónir, ekki síst á Suðurlandinu. Ljósmynd: DV/Hanna

Er litið er til afstöðu gagnvart veðurfari á Íslandi á milli ára má sjá að almenn ánægja hefur ekki verið jafn lítil frá því að mælingar MMR hófust árið 2010. Minnst hafði ánægjan áður mælst í ágúst 2013 þegar um 44% svarenda kváðust hafa verið ánægð með sumarveðrið, sem var 13 prósentustigum hærra en í mælingum 2018. Þá vekur athygli að eingöngu 9% sögðust mjög ánægð með veðurfarið í sumar en 33% kváðust mjög óánægð.

1809 vedurkort

Þrátt fyrir mikla sveiflu í ánægju á sumarveðri á milli ára þá hefur ánægja fólks með sumarfríið sitt haldist nokkuð stöðug. Frá því að mælingar hófust árið 2010 hefur ánægja Íslendinga með sumarfríið sitt verið á bilinu 86% til 91%.

1809 vedur01

Munur á afstöðu eftir lýðfræðihópum
Þegar munur á afstöðu eftir lýðfræðihópum er skoðaður má sjá að konur voru ívið neikvæðari en karlar gagnart hinu íslenska sumarveðri. Þannig voru 67% kvenna ánægðar með veðrið í sumar á Íslandi, á móti 73% karla.
Eins mátti sjá að fólk sem búsett var á landsbyggðinni (75%) var ánægðara með sumarveðrið á Íslandi heldur en þeir sem búsettir voru á höfuðborgarsvæðinu (67%). Hvað varðar aldur þá kom í ljós að því eldri sem svarendur voru því líklegri voru þeir til að vera ánægðir með sumarveðrið sem og sumarfríið sitt. Þannig voru 65% svarenda í aldurshópum 18-29 ánægðir með sumarveðrið á Íslandi, í samanburði við 83% þeirra sem voru í aldurshópnum 68 ára og eldri.
Þegar litið er til afstöðu eftir lýðfræðihópum má sjá að karlar tjáðu meiri ánægju (37%) með sumarveðrið heldur en konur (25%) en um 12% karla sem sögðust mjög ánægðir með veðrið í sumar, samanborið við einungis 7% kvenna. Konur tjáðu hins vegar meiri ánægju með sumarfríin sín (91%) heldur en karlar (84%). Þá jókst ánægja með bæði veðrið í sumar og sumarfrí með auknum aldri en 40% svarenda á aldrinum 68 ára og eldri tjáði ánægju með sumarveðrið, samanborið við einungis 22% svarenda á aldrinum 18-29 ára. Þá kváðust tæp 95% svarenda elsta aldurshópsins ánægð með sumarfrí sitt, samanborið við 80% svarenda yngsta aldurshópsins.
Ef litið er til búsetu svarenda má sjá nokkurn mun á ánægju með sumarveðrið eftir landshlutum. Svarendur búsettir á Norðaustur- og Austurlandi tjáðu mesta ánægju með veðrið í sumar eða 82% en 40% þeirra kváðust mjög ánægðir og einungis 6% mjög óánægðir. Ánægjan reyndist öllu minni hjá svarendum af Norðvestur- og vesturlandi (29% ánægðir, 30% mjög óánægðir), nágrenni Reykjavíkur (22% ánægðir, 38% mjög óánægðir) og Reykjavík (20% ánægðir, 38% mjög óánægðir). Þá reyndist ánægjan minnst hjá íbúum Suðurlands (14%) en 41% þeirra kváðust frekar óánægð og 45% mjög óánægð með sumarveðrið á Íslandi.
Lítill munur var á ánægju með sumarfrí eftir landshlutum en ánægja reyndist mest hjá svarendum af Norðvestur- og Vesturlandi (89%) en minnst hjá svarendum af Suðurlandi (82%).
1809 vedur02
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Opnunarhátíð Veltis
Eyjan
Fyrir 10 klukkutímum

Leikur í stöðunni?

Leikur í stöðunni?
Eyjan
Fyrir 12 klukkutímum

Jón segir fjölgun aðstoðarmanna þingflokka vera enn meiri þjófnað frá skattgreiðendum – Gæðingum komið í góð störf

Jón segir fjölgun aðstoðarmanna þingflokka vera enn meiri þjófnað frá skattgreiðendum – Gæðingum komið í góð störf
Eyjan
Fyrir 20 klukkutímum

Matar- og kaffitímarnir sem gleymdust – og hin laka framleiðni sem kannski var misskilningur

Matar- og kaffitímarnir sem gleymdust – og hin laka framleiðni sem kannski var misskilningur
Eyjan
Í gær

Blikur á lofti með raforkuframboð hefðbundinna orkukosta næstu árin – Nýrra leiða leitað í skýrslu Þórdísar

Blikur á lofti með raforkuframboð hefðbundinna orkukosta næstu árin – Nýrra leiða leitað í skýrslu Þórdísar
Eyjan
Í gær

Brynjar skýtur föstum skotum á Styrmi – „Tæpar 5,3 milljónir í laun á mánuði“

Brynjar skýtur föstum skotum á Styrmi – „Tæpar 5,3 milljónir í laun á mánuði“
Eyjan
Í gær

Forstjórar íhuga dómsmál gegn ríkinu vegna kjararáðs

Forstjórar íhuga dómsmál gegn ríkinu vegna kjararáðs
Eyjan
Í gær

„Þjóðhyggjan“ og hin alltumlykjandi alþjóðamenning

„Þjóðhyggjan“ og hin alltumlykjandi alþjóðamenning