fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Eyjan

Sjáðu tölvupóst Skúla Mogensen til starfsfólks WOW: „Ég geri mér grein fyrir að þetta er áfall fyrir mörg ykkar“

Ari Brynjólfsson, Trausti Salvar Kristjánsson
Mánudaginn 5. nóvember 2018 12:34

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skúli Mogensen, forstjóri og eigandi WOW air, sendi tölvupóst á starfsfólk WOW klukkan 11.49 í morgun, þar sem boðað var til starfsmannafundar nú klukkan 12.30 vegna yfirtöku Icelandair Group á félaginu.

Sjá nánarIcelandair kaupir WOW air – „Mik­il tæki­færi til hagræðing­ar“

Tölvupósturinn er á ensku, en í honum segir Skúli að erfið staða félagsins hafi leitt til afar erfiðra ákvarðana. En niðurstaðan hafi orðið sú að Icelandair muni taka yfir WOW, verði samningurinn samþykktur af hluthöfum og Samkeppniseftirlitinu, sem geti tekið um þrjár vikur.

Skúli segir að félögin tvö hafi unnið að yfirtökunni síðustu tvo sólarhringana, en engar breytingar verði á daglegum störfum og farþegar WOW verði þjónustaðir áfram með sama hætti og boðið verði upp á lægstu fargjöldin áfram.

Þá segist Skúli gera sér grein fyrir því að þessar fréttir reynist starfsfólki WOW áfall (shock) þar sem þetta sé ekki hluti af upprunalegum áætlunum fyrirtækisins. Hinsvegar sé þetta besta lausnin miðað við þær kringumstæður sem skapast hafi, og hvetur hann starfsfólk sitt til að líta á þetta sem tækifæri til að halda áfram sem hluti af sterkari heild sem geti náð árangri til lengri tíma litið.

Þá þakkar hann starfsfólki sínu fyrir frábært starf.

Bréfið má lesa hér að neðan í íslenskri þýðingu:

„Kæru vinir, þegar við byrjuðum með WOW air fyrir sjö árum síðan hefði ég aldrei getað ímyndað mér þetta ótrúlega ævintýri sem WOW air hefur verið. Við höfum gert varanlegar breytingar á fluglandslaginu á Íslandi og sett WOW air á kortið sem framúrskarandi lággjaldaflugfélag þvert yfir Atlantshafið. Ég er ótrúlega stoltur af öllu því sem við höfum áorkað og okkar stórkostlega WOW air teymi. Við höfum unnið stóra sigra en einnig glímt við stórar áskoranir.

Þetta ár sérstaklega, hefur verið mjög stór áskorun í samhengi við hinn ótrúlega vöxt og árangur sem við höfum náð á undanförnum árum. Því miður hafa utanaðkomandi aðstæður haldið áfram að versna og aðstæður margra flugfélaga breyst til hins verra. WOW air er ekki undanskilið og þrátt fyrir að við séum búin að vinna sólarhringunum saman við að reyna að breyta aðstæðunum þá stöndum við frammi fyrir mjög erfiðum ákvörðunum. Niðurstaðan er að Icelandair Group mun eignast WOW air og við verðum sjálfstætt dótturfélag Icelandair Group.

Kaupin eru enn bundin ákvörðun hluthafa Icelandair Group sem og samþykkis Samkeppniseftirlitsins. Það ferli mun taka rúmlega þrjár vikur. Við höfum unnið náið með teymi Icelandair Group síðustu 48 tímana til að tryggja að við getum gert sem mest við þetta tækifæri. Það verða engar breytingar í okkar daglega rekstri og við munum halda áfram að þjónusta okkar farþega og áfangastaði með það að markmiði að bjóða lægstu fargjöldin til og frá Íslandi sem og yfir Atlantshafið.

Ég geri mér grein fyrir því að þetta kemur mörgum ykkar í opna skjöldu og þetta er augljóslega ekki það sem lagt var upp með. Hins vegar, miðað við aðstæðurnar þá tel ég þetta bestu niðurstöðurnar fyrir okkar teymi, okkar farþega, framtíð WOW air sem lággjaldaflugfélags og ekki síst fyrir ferðaiðnaðinn á Íslandi. Ég hvet ykkur öll til að þetta líta á þetta sem tækifæri til að halda áfram á okkar vegferð, nú sem hluti af sterkari hóp sem mun leiða til árangurs til lengri tíma litið. Þakka ykkur öll fyrir ykkar frábæra starf. Það verður starfsmannafundur kl. 12:30 á sjöundu hæð höfuðstöðva fyrirtækisins. Vona að ég sjái ykkur öll þar.“

Upprunalega bréfið á ensku:

„Dear friends. When we started WOW air seven years ago I would never have imagined the incredible adventure that WOW air has been. We have permanently changed the aviation landscape in Iceland and put WOW air on the map as a pioneering airline in low cost long haul flights across the Atlantic. I am incredibly proud of everything that we have achieved and of the fantastic WOW team. There have been many victories but also some major challenges. This year in particular, has been extremely challenging compared to the incredible growth and success that we enjoyed during prior years. Unfortunately, external conditions have continued to deteriorate and the outlook for many airlines has gotten extremely rough. WOW air is no exception and despite us working around the clock trying to improve the outlook we have now been faced with some extremely tough decisions. The conclusion is that Icelandair Group will acquire WOW air and we will become a standalone subsidiary of Icelandair Group. The acquisition is still dependent on Icelandair Group´s shareholders’ approval as well as approval by the Icelandic Competition Authority. This will take approximately three weeks.

We have worked intensively with the Icelandair Group team for the last 48 hours to ensure how we can make the most of this opportunity. There will be no changes in our daily operations and we will continue to service our passengers and destinations as before with the mission to continue to offer the lowest fares to and from Iceland and across the Atlantic. I realize this will come as a shock to many of you and obviously it was not part of the original game plan. However, given the circumstances I think this is the best solution for our team, our passengers, the continuity of WOW air as a low-cost carrier and not least for the travel industry in Iceland. I encourage you to look at this as an opportunity to continue our journey now as a part of a much stronger group that can enable us to succeed long term. Thank you all for your amazing work. There will be a staff meeting at 12:30 on the 7th floor at the HQ. Hope to see you there. “

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Inga Sæland herská – Kallar eftir stuðningi á þingpöllunum

Inga Sæland herská – Kallar eftir stuðningi á þingpöllunum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus