fbpx
Miðvikudagur 02.apríl 2025
Eyjan

Samkeppni hverfur á mörgum flugleiðum

Egill Helgason
Mánudaginn 5. nóvember 2018 12:38

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt því sem ég kemst næst hafa Icelandair og Wow verið í samkeppni á eftirtöldum flugleiðum. Þarna eru náttúrlega þær fjölförnustu, bæði austan hafs og vestan, en innan um leiðir þar sem færra fólk ferðast.

Amsterdam, Berlín, Boston, Brussel, Chicago, Cleveland. Dallas, Dublin, Dusseldorf, Frankfurt, Kaupmannahöfn, London, Montreal, Mílanó, New York, Orlando, París, San Franscisco, Stokkhólmur Toronto, Vancouver, Washington.

Líklega er WOW forðað frá þroti með þessu. Staðan hefur greinilega verið býsna vonlaus þrátt fyrir skuldabréfaútboðið.  Það er gott á sinn hátt. Hefði verið mikið áfall ef starfsemin hefði einfaldlega stöðvast. Það hefði verið mikið áfall fyrir íslenska ferðaþjónustu. En frá samkeppnissjónarmiði virka þetta eins og vondar fréttir – að minnsta kosti fyrir íslenska neytendur.

Það getur varla farið öðruvísi en að fargjöldin hækki og framboðið minnki, sýnist manni. Spurning hvaða áhrif verða á ferðamannastrauminn til Íslands, hvort  hægt verði halda uppi sætaframboðinu og verðum sem eru samkeppnishæf alþjóðlega?

Icelandair hefur þá enga samkeppni frá íslensku flugfélagi – þótt vissulega keppi það við erlend félög eins og Easy Jet og Norwegian á vissum leiðum. Það er svolítið eins og að fara mörg ár aftur í tímann.

En stjórnendur Icelandair  hljóta að skýra frá því fljótt hvað þeir ætlast fyrir með kaupunum – eða hvort þetta var bara neyðarbjörgun sem gerðist á síðustu stund.

Svo vekur kaupverðið athygli, það er undarlega lágt. Verð nokkurra bragga. Dálítið ósamræmi þar við yfirlýsingar um verðmæti WOW sem maður heyrði fyrr í haust.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Haraldur Ólafsson skrifar: Innlimun í Evrópusambandið dregur úr öryggi landsmanna

Haraldur Ólafsson skrifar: Innlimun í Evrópusambandið dregur úr öryggi landsmanna
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Sagan endurtekur sig – stjórnarandstaðan leggst lágt eins og 2009-2013

Orðið á götunni: Sagan endurtekur sig – stjórnarandstaðan leggst lágt eins og 2009-2013
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðrómarnir færast í aukana – Auðmaðurinn fær hugsanlega lykilhlutverk hjá Trump hvað varðar Gasa

Orðrómarnir færast í aukana – Auðmaðurinn fær hugsanlega lykilhlutverk hjá Trump hvað varðar Gasa
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Steinunn Ólína skrifar: Þjóðarátak í ofbeldi

Steinunn Ólína skrifar: Þjóðarátak í ofbeldi
Eyjan
Fyrir 1 viku

„Undarlegt að fólk gagnrýni þá skoðun sem einhvers konar „menntasnobb““

„Undarlegt að fólk gagnrýni þá skoðun sem einhvers konar „menntasnobb““
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sporin hræða

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sporin hræða