Eyjan

Ríkið viðurkennir brot á lögum þegar fersk egg voru gerð upptæk

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 5. nóvember 2018 15:30

Íslenska ríkið hefur viðurkennt bótaskyldu sína í máli þar sem tollverðir gerðu upptæk fersk egg, sem flutt voru inn til landsins í janúar í fyrra. Ríkið og innflutningsfyrirtækið sem stefndi því eru sammála um að fella málið niður og greiðir ríkið allan málskostnað. Þetta kemur fram í réttarsátt, sem lögð var fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun.

Greint er frá þessu á vef Félags atvinnurekenda, en framkvæmdastjóri þess segir  það  fagnaðarefni að ríkið viðurkenni bótaskyldu sína, á grundvelli þess að innflutningsbannið sé ólögmætt.

„Það er auðvitað ekki nóg; það verður að breyta íslenskum lögum til að tryggja réttaröryggi innflutningsfyrirtækja og til að forða ríkinu frá fleiri skaðabótakröfum. Við hvetjum landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra til að hraða þeirri vinnu,“

segir Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda.

Dómur féll í Hæstarétti í síðasta mánuði í sambærilegu máli sem varðaði innflutning á fersku kjöti. Hæstiréttur staðfesti dóm Héraðsdóms Reykjavíkur, þess efnis að bann við innflutningi á fersku kjöti, ferskum eggjum og vörum úr ógerilsneyddri mjólk, bryti í bága við EES-samninginn. Í hinum staðfesta dómi var það orðað svo að um væri að ræða „vísvitandi og alvarlegt brot á samningsskuldbindingum íslenskra stjórnvalda“ sem valdið hefði hlutaðeigandi innflutningsfyrirtæki tjóni.

Áður hafði EFTA-dómstóllinn komist að þeirri niðurstöðu að innflutningsbannið bryti í bága við EES-samninginn.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Opnunarhátíð Veltis
Eyjan
Í gær

Krónan í frjálsu falli og Villi varar við verðbólgu: „Sýnir okkur ruglið sem er í kringum þessa blessuðu verðtryggingu!“

Krónan í frjálsu falli og Villi varar við verðbólgu: „Sýnir okkur ruglið sem er í kringum þessa blessuðu verðtryggingu!“
Eyjan
Í gær

Blikur á lofti með raforkuframboð hefðbundinna orkukosta næstu árin – Nýrra leiða leitað í skýrslu Þórdísar

Blikur á lofti með raforkuframboð hefðbundinna orkukosta næstu árin – Nýrra leiða leitað í skýrslu Þórdísar
Eyjan
Í gær

Meðalsölutími á sérbýli orðinn svipaður og á fjölbýli

Meðalsölutími á sérbýli orðinn svipaður og á fjölbýli
Eyjan
Í gær

Forstjórar íhuga dómsmál gegn ríkinu vegna kjararáðs

Forstjórar íhuga dómsmál gegn ríkinu vegna kjararáðs