fbpx
Fimmtudagur 09.maí 2024
Eyjan

Þegar Skúli var afhjúpaður

Egill Helgason
Sunnudaginn 4. nóvember 2018 13:35

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hér er ljósmynd frá 18. ágúst 1954. Hún sýnir þegar afhjúpuð var standmynd af Skúla Magnússyni fógeta í garðinum sem er núorðið ýmist kallaður Fógetagarður eða Víkurgarður. Eitt sinn var það blóma- og jurtagarður Schierbecks landlæknis – má segja að þar hafi hafist almennileg gróðurrækt í Reykjavík fyrir alvöru. Og nú standa deilur um þennan garð, hvort honum sé ógnað af hótelvæðingu í Miðborginni.

En Skúli er í deiglunni núna, því nýkomin er út bók Þórunnar Jörlu Valdimarsdóttur þar sem saga hans er rakin. Bókin heitir, Skúli fógeti – Faðir Reykjavíkur.

Styttan sem var vígð þennan sumardag 1954 er dálítið sérstök fyrir þær sakir að enginn veit í raun hvernig Skúli leit út. Hún er tilgáta, búin til af listamanninum Guðmundi Einarssyni frá Miðdal. Skúli er áberandi stór á styttunni, herðabreiður og með mikla fætur. Höggmyndin er reyndar mjög í anda listaverka frá því fyrir miðbik tuttugustu aldar, fagurfræðin er dálítið eins og komin úr ríkjum þar sem ríkti einræði.

En það er semsagt ekki vitað hvernig Skúli leit út. Af þessum mikla manni í sögu Íslands er ekki til nein mynd þótt hann hafi lifað langa ævi á þeirra tíma mælikvarða, orðið 83 ára.  Jón Espólín annálaritari lýsir honum svo:

„Hann var hár meðalmaður á vöxt og ei mjög gildur, kvikur mjög, skarpeygur og nokkuð varaþykkur, mikill rómurinn og sem hann beit á vörina þá hann talaði.“

Í þessa lýsingu vantar að Skúli var líklega örum settur í andliti eftir að hafa fengið bólusótt.

Það var mikil seremónía þegar styttan var vígð. Frá því segir í Morgunblaðinu að þúsundir gesta hafi fylgst með. Það var Verslunarmannafélag Reykjavíkur sem lét gera styttuna – og hún var sett upp á staðnum þar sem Innréttingar Skúla voru eitt sinn, fyrsti vísirinn að iðnaði á Íslandi. Á þeim tíma var ekki mikil róttækni í VR. Styttan var afhent Gunnari Thoroddsen, sem þá var borgarstjóri, en svo var flutt kvæði sem Tómas Guðmundson skáld hafði ort í tilefni atburðarins.

Á þessum tíma var mikill metnaður í þá átt að fegra borgina. Hefur sjálfsagt ekki veitt af. Á sömu blaðsíðu í Morgunblaðinu segir frá stofnun listaverkanefndar Reykjavíkur. Formaður nefndarinnar var áðurnefndur Tómas Guðmundsson en hún átti að gera tillögur um:

„1. Öflun höggmynda og staðsetningu til skreytingar í skrúðgörðum og á öðrum opnum svæðum.

2. Skreytingu opinberra bygginga innan húss og utan, með höggmyndum, málverkum eða öðrum listaverkum.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Jón Gnarr – Fagmaður í fyndni – vill færa forsetann til Akureyrar á sumrin

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Jón Gnarr – Fagmaður í fyndni – vill færa forsetann til Akureyrar á sumrin
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Næstum 100 milljónir á síðasta ári frá ríkinu til fyrirtækisins sem aðstoðar Katrínu

Næstum 100 milljónir á síðasta ári frá ríkinu til fyrirtækisins sem aðstoðar Katrínu
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Hannes Hólmsteinn sakar Gunnar Smára um að vera Steinunn Ólína – „Þú ert svo illa að þér og ólæs“

Hannes Hólmsteinn sakar Gunnar Smára um að vera Steinunn Ólína – „Þú ert svo illa að þér og ólæs“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Stórmerkileg klíka; Morgunblaðið – Katrín Jakobsdóttir – Sjálfstæðisflokkurinn

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Stórmerkileg klíka; Morgunblaðið – Katrín Jakobsdóttir – Sjálfstæðisflokkurinn