Eyjan

Bann við morgundrykkju á flugvöllum

Egill Helgason
Fimmtudaginn 1. nóvember 2018 16:57

Eins og sjá má á þessari mynd var oft stuð í gömlu flugstöðinni á Keflavíkurflugvelli hér í eina tíð. Eða jæja, myndin lýsir ekki alveg stemmingunni. Þetta var á árunum þegar utanlandsferðir voru ekki tíðar, en þá sjaldan að var lagt í hann þótti sjálfsagt að mæta eldsnemma að morgni út á völl og byrja að hella í sig bjór.

Hann fékkst jú ekki annars staðar – nema reyndar að fólk sem var í siglingum hafði vissan aðgang að þessum drykk sem Íslendingar sáu í hillingum.

Tveir til þrír bjórar að morgni fyrir flug þótti ekki mikið. Svo var hægt að halda áfram í flugvélinni. Oft var það þannig í vélum íslensku flugfélaganna að stór hluti farþega var ölvaður – eða jafnvel blindfullur.

Þegar komið var heim var talað um að lenda „annarri lendingu“ – það var að ná sér eftir fylliríið sem hófst í flugvélinni.

Drykkurinn sem var borinn á borð fyrir bjórþyrsta Íslendinga í gömlu flugstöðinni hét Polar Beer. Hann var sérstaklega framleiddur hérna fyrir sendiráð og varnarliðið á Keflavíkurflugvelli – auk flugstöðvarinnar. Þessi bjórtegund sást annars ekki á borðum Íslendinga – komst ekki út fyrir girðinguna í Keflavík.

Hún þótti fullgóð þá, en þegar menn smökkuðu síðar komust þeir að því þetta væri skelfing vondur bjór.

Nú eru á Bretlandi uppi ráðagerðir að banna morgundrykkju á flugvöllum. Bretar eru ein alkóhólíseraðasta þjóð í heimi. Stunda sitt á hvað og oft saman dagdrykkju, helgardrykkju og túradrykkju. Kunna einkennilega illa með vín að fara. Hafa verið svo mikil brögð að flugdólgahætti í bresku farþegaflugi að flugfélög þrýsta á um að vínstúkum á flugvöllum verði lokað. Oft þarf að lenda flugvélum til að koma fylliröftum frá borði með tilheyrandi skaða fyrir félögin – og aðra farþega. Síðar í vikunni verða kynntar fyrirætlanir bresku stjórnarinnar í þessa veru.

Tímarnir hafa breyst á Íslandi. Við erum sífellt á þeytingi inn og út úr landi.  Flestir sem fara í flug fá sér vatn, kaffi eða aðra óáfenga drykki. Það er ekki oft að maður lendir í fullu fólki í flugvélum. Það gæti reyndar verið misjafnt eftir því hvert er flogið. Eða er einhver ástæða til að hefta áfengisdrykkju í flugstöð Leifs Eiríkssonar?

Ekki eru allir jafn hrifnir af þessu í Bretlandi. Hér má til dæmis sjá tvít frá ungum manni sem nefnist Alex Hess. Ef við getum ekki sest og fengið okkur volgan bjór klukkan sjö að morgni á Gatwick – getum við þá lengur kallað okkur Breta?

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 23 klukkutímum

Ástandið þarna er hræðilegt: Þrjár milljónir hafa þegar flúið land

Ástandið þarna er hræðilegt: Þrjár milljónir hafa þegar flúið land
Eyjan
Fyrir 23 klukkutímum

Vilja fiskeldisfræðing á Selfoss: „Eins og ef hafnarstjóri Faxaflóahafna væri staðsettur í Hveragerði“ segir bæjarstjóri

Vilja fiskeldisfræðing á Selfoss: „Eins og ef hafnarstjóri Faxaflóahafna væri staðsettur í Hveragerði“ segir bæjarstjóri
Eyjan
Í gær

Þingflokksformaður Framsóknar deilir jörð með James Ratcliffe

Þingflokksformaður Framsóknar deilir jörð með James Ratcliffe
Eyjan
Í gær

Benedikt skilgreinir „lýðskrumarann“ en nefnir engin nöfn

Benedikt skilgreinir „lýðskrumarann“ en nefnir engin nöfn
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Innan við helmingur hjóna á Íslandi giftir sig hjá Þjóðkirkjunni – Mikill samdráttur frá aldamótum

Innan við helmingur hjóna á Íslandi giftir sig hjá Þjóðkirkjunni – Mikill samdráttur frá aldamótum
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Rúnar fordæmir meðferðina á Tryggva – Vill beita sveitarfélög dagsektum

Rúnar fordæmir meðferðina á Tryggva – Vill beita sveitarfélög dagsektum