fbpx
Þriðjudagur 16.apríl 2024
Eyjan

Stjörnutorgin verða að mathöllum

Egill Helgason
Þriðjudaginn 9. október 2018 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eitt sinn voru það vídeóleigur og síðar sólbaðsstofur sem voru burðarásar í atvinnulífi á Íslandi. Það var sagt að hefðu verið sjö vídeóleigur á Bíldudal. Svo á tíma sólbaðsstofanna kepptust athafnasamir Íslendingar við að fjárfesta í ljósabekkjum og lömpum – litarraft landsmanna tók miklum umskiptum uns spurðist út að þetta væri máski ekki að öllu leyti hollt.

Í seinni tíð hefur þessi tegund athafnasemi aðallega fengið útrás í snatti í kringum ferðamenn. Varla er neitt húsnæði svo aumt að ekki sé megi hafa það til útleigu fyrir túrista, varla sá rútuskrjóður svo lélegur að ekki megi nota hann til að aka Gullna hringinn.

Nú ef þetta er of klént til að nota það undir ferðamennsku, þá má alltaf hefja rekstur starfsmannaleigu.

En nú er runnin upp tíð mathallanna. Það opna mathallir út um allar koppagrundir og fleiri eru í bígerð. Í þessu eru miklir framtíðarmöguleikar. Það sem áður kölluðust stjörnutorg og þóttu ekkert sérstaklega fínir staðir fá hið hátimbraða heiti mathöll. Og þá er Dominos væntanlega orðið gúrme.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Trausti rúinn og reistur til valda

Sigmundur Ernir skrifar: Trausti rúinn og reistur til valda
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Guðjón Auðunsson: Enn sérstakt áhættuálag á Ísland hjá erlendum fjárfestum – krónan þjóðhagslegt vandamál?

Guðjón Auðunsson: Enn sérstakt áhættuálag á Ísland hjá erlendum fjárfestum – krónan þjóðhagslegt vandamál?
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Breskur þingmaður lenti í „hunangsgildru“ – Síðan gerði hann svolítið enn verra

Breskur þingmaður lenti í „hunangsgildru“ – Síðan gerði hann svolítið enn verra
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Rífandi gangur í stærsta hagkerfi heims

Rífandi gangur í stærsta hagkerfi heims
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Innmúraðir sjálfstæðismenn ósáttir við undirskriftalistann gegn Bjarna – „Stafrænt stríð“

Innmúraðir sjálfstæðismenn ósáttir við undirskriftalistann gegn Bjarna – „Stafrænt stríð“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: „Samstaðan í ríkisstjórninni“ – sjálfstæðismenn og Framsókn reyndu allt til að losna við VG

Orðið á götunni: „Samstaðan í ríkisstjórninni“ – sjálfstæðismenn og Framsókn reyndu allt til að losna við VG