fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Eyjan

Er bragginn lögreglumál?

Egill Helgason
Laugardaginn 6. október 2018 11:39

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ríkisútvarpið birti í fréttum í gær sundurliðaðar tölur vegna framkvæmda við braggann umdeilda í Nauthólsvík. Endurbygging hans átti að kosta 158 milljónir en nú er kostnaðurinn kominn í 415 milljónir og ekki öll kurl komin til grafar. Sagði í fréttinni að kostnaðurinn væri um 900 þúsund krónur á fermetrann.

Tölurnar eru sláandi. Það er eins og allir sem koma að framkvæmdunum hafi keppst við að skila sem hæstum reikningum og þeir hafi svo verið samþykktir inni í Ráðhúsi án þess að nokkur athugasemd væri gerð. Maður sem ég ræddi við og þekkir vel til í húsbyggingum og endurgerð gamalla húsa sagði að sumir reikningarnir væru margfaldir á við það sem búast mætti við.

Sjálfum er mér dálítið brugðið – ég þarf að ráðast í talsverðar viðgerðir á gamla húsinu sem ég bý í. Ef kostnaðurinn verður eitthvað í líkingu við þetta er greinilegt að ég þarf strax að segja mig til sveitar.

En í alvöru talað – meirihluti borgarstjórnar hafnar því að málið fari í óháða rannsókn heldur vísar því til „innri endurskoðunar“. En þegar maður sér tölurnar veltir maður fyrir sér hvort þetta sé ekki frekar lögreglumál?

Svona litu tölurnar út í sjónvarpinu í gær. Maður rekur strax augun í fyrstu töluna, ástandsskoðun – 27 milljónir. Veskú!

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki