fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Eyjan

Hvað varð um Kaupþingslánið?

Egill Helgason
Fimmtudaginn 4. október 2018 19:37

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það gengur á með upprifjunum á hruninu. Eins og ég skrifaði um daginn er hver að ota sínum tota. Ef maður ætlar að koma einhverju markverðu á framfæri um hrunið er kannski best að gera það bara einhvern tíma á næsta ári. Fjölmiðlarnir eru fullir af fólki sem vill fá að túlka söguna eftir sínu höfði – til að verja sitt mannorð og sína arfleifð.

Í sjónvarpinu var til dæmis viðtal við Geir Haarde. Þar var einn merkilegur punktur. Hann sagðist hafa verið blekktur varðandi Kaupþingslánið sem var veitt rétt fyrir hrun. Þarna fór stór hluti gjaldeyrisforðans. En hverjir nákvæmlega blekktu Geir?

Og hvert fóru peningarnir – fyrst þeir voru ekki settir í að bjarga bankanum? Varla gufuðu þeir bara upp?

Stefán Ólafsson prófessor skrifaði fyrir fáum árum grein þar sem hann auglýsi eftir svörum sem vantaði um Kaupþingslánið. Hann sagði meðal annars:

Ef fjármagnið var veitt til að leysa tiltekinn skilgreindan vanda þá hefði þetta átt að vera ljóst. Þá hefði líka átt að vera auðrekjanlegt hvers vegna lánið dugði ekki til að bjarga bankanum. Hann féll tveimur dögum síðar.

Í Fréttablaðinu var fullyrt á árinu 2010 að lánsféð hefði meðal annars runnið til að kaupa skuldabréf af starfsmönnum bankans? Ef svo var þá gæti verið um lögbrot að ræða. Hvert var féð millifært frá bankanum á Íslandi?

Þessu þarf öllu að svara með skýrum og gagnsæum hætti.

Gerningurinn leiddi til þess að þjóðin tapaði um 35 milljörðum króna. Það hefði mátt byggja nýjan Landsspítala fyrir það sem þarna glataðist.

Menn hafa lagt lykkju á leið sína til að skýra og svara fyrir minna tap en þetta.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt