fbpx
Sunnudagur 05.maí 2024
Eyjan

Jónas segist ekki hræddur við Heiðveigu – „Þetta er alversta sem ég hef nokkurn tíma lent í“

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 31. október 2018 15:18

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jónas Garðarsson, formaður Sjómannafélags Íslands, segir að það hafi verið fátt annað í stöðunni en að reka Heiðveigu Maríu Einarsdóttur, frambjóðanda til formennsku, úr félaginu. Málið vakti mikla athygli í gær enda fáheyrt að formannsframbjóðandi í stórum hagsmunasamtökum, sem gagnrýnt hefur núverandi forystu, sé rekinn úr félaginu.

Sjá einnig: Heiðveig var rekin í dag og er gáttuð

Formannsslagur Heiðveigar Maríu hefur verið þyrnum stráð því að núverandi stjórn félagsins breytti reglunum um réttindi félagsmanna án heimilda, að því er virðist til að hindra að framboð hennar nái fram að ganga. Af þessu hafa hlotist mikil átök en Heiðveig telur að lög félagsins hafi verið brotin. Sjá nánar viðtal Heiðveigar við DV fyrir skömmu. Hefur Heiðveig María gefið það út að hún undi ekki brottrekstrinum úr félaginu og ætli að halda áfram.

Jónas viðurkennir í samtali við Fréttablaðið að ákvörðunin sé brött en segir að málið sé runnið undir hennar rifjum. „Þetta er alversta sem ég hef nokkurn tíma lent í. Ég hef nú aldrei þótt átakafælinn en þetta líkar mér illa. Að þurfa að vera í slag við einhverja sem eiga að vera samherjar vegna þess stéttarfélag snýst náttúrlega um það að við stöndum saman gagnvart þeim sem við þurfum að eiga við. Þetta er náttúrlega bara gert til þess að skemmta skrattanum. Sú er í það minnsta niðurstaðan,“ segir Jónas.

Aðspurður hvort Heiðveig sé ekki sett í undarlega stöðu sem sjómaður án stéttarfélags segir Jónas: „Ja, sko. Hverjir eru sjómenn? Ef við persónugerum það nú. Ferð einhverja par túra í afleysingum á togara og segist vera sjómaður. Við getum alveg deilt um það, en lög þessa félags eru alla veganna þannig að þú þarft að vera búin að vera þrjú ár í félaginu til að vera kjörgengur.“

Heiðveig hefur gagnrýnt forystu Sjómannafélagsins fyrir að kynna það fyrir stuttu á vef félagsins breytingar um kjörgengi sem gerðu það að verkum að hún gæti ekki boðið sig fram. Jónas segir að það sé ekkert misræmi á milli fundargerða og texta á vef félagsins: „„Já, nei, nei, nei, sko.Það er sko lagabreyting á aðalfundi 28. desember síðastliðinn þar sem að þetta nýja ákvæði kemur inn, meðal annars, ásamt einhverjum fleirum um þessa þriggja ára reglu. Nú? Amen.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Halla Tómasdóttir í hljóði og mynd

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Halla Tómasdóttir í hljóði og mynd
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Svarthöfði skrifar: Grenjað á gresjunni

Svarthöfði skrifar: Grenjað á gresjunni
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Undirrita samninga við Neos-flugfélagið um leiguflug

Undirrita samninga við Neos-flugfélagið um leiguflug
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Segir forsetaframboðið ekki vera viðbrögð við því að leggja eigi starfið hennar niður

Segir forsetaframboðið ekki vera viðbrögð við því að leggja eigi starfið hennar niður
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Forsetaefni íhaldsmanna?

Björn Jón skrifar: Forsetaefni íhaldsmanna?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Snorri Jakobsson: Seðlabankinn eins og hundur sem eltir skottið á sér

Snorri Jakobsson: Seðlabankinn eins og hundur sem eltir skottið á sér