Eyjan

Solberg vill ekki að Bretar noti EES-samninginn í Brexit

Egill Helgason
Þriðjudaginn 30. október 2018 20:38

Íslendingar eru ekki nefndir í þessu samhengi – í Bretlandi er alltaf talað um EES samninginn sem Noreg og ekkert annað. En Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, hefur setið Norðurlandaráðsþing í Osló (þar sem Íslendingar sanka að sér verðlaunum).

May fór til að leita að stuðningi og samkennd vegna Brexit en samkvæmt því sem lesa má í fréttum var hann ekki að finna. Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs, gerði May ljóst, segir í The Daily Telegraph, að Bretar væru ekki sérlega velkomnir í EES.

Hugmyndin gengur undir heitinu „Norway For Now“. Hún felur í sér að Bretar gangi inn í EES samninginn tímabundið en á meðan verði tíminn notaður til að finna lausn á framtíðarsambandi Bretlands og Evrópusambandsins.

En eins og segir í The Daily Telegraph hellti Solberg köldu vatni á þessar vangaveltur. Sagði að það væri ekki góð hugmynd að fá inn í alþjóðleg samtök (Efta/EES)  ríki sem á sama tíma er að áforma að yfirgefa þau.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Í gær

Leiðbeiningar um pappírstígrisdýr og byltingu en kynlífskaflarnir eru eftirminnilegastir

Leiðbeiningar um pappírstígrisdýr og byltingu en kynlífskaflarnir eru eftirminnilegastir
Eyjan
Í gær

Þingflokksformaður Framsóknar deilir jörð með James Ratcliffe

Þingflokksformaður Framsóknar deilir jörð með James Ratcliffe
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Inga Sæland er reið: „Lítilsvirðingin er algjör – Burt með þjóðarskömmina“

Inga Sæland er reið: „Lítilsvirðingin er algjör – Burt með þjóðarskömmina“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Innan við helmingur hjóna á Íslandi giftir sig hjá Þjóðkirkjunni – Mikill samdráttur frá aldamótum

Innan við helmingur hjóna á Íslandi giftir sig hjá Þjóðkirkjunni – Mikill samdráttur frá aldamótum