fbpx
Laugardagur 04.maí 2024
Eyjan

Meðalsvartími ráðherra við fyrirspurnum eru 19 virkir dagar – Lilja með lengsta svartímann – Kristján Þór stysta

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 30. október 2018 11:34

Samsett mynd DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, hefur tekið saman áhugaverða tölfræði yfir fyrirspurnir þingmanna og svör við þeim á þingi. Samkvæmt samantektinni hafa 119 fyrirspurnir borist Alþingi, nú þegar einn og hálfur mánuður er liðinn af 149. þingi og 26 fyrirspurnum hefur verið svarað:

„Borist hafa 119 fyrirspurnir og hefur 26 þeirra verið svarað þar sem meðalsvartíminn í virkum dögum er 19 dagar. Það er mjög gott miðað við fyrri þing. Þegar skoðað er hver staða ósvaraðra fyrirspurna er þá sést að þær eru að meðaltali 17 daga gamlar. Það er líka jákvætt að það meðaltal sé lægra en meðaltal þeirra spurninga sem hefur verið svarað. Ef þetta heldur svona áfram þá væri það frábært. Ég býst hins vegar ekki við því. Ég býst við að þetta lengist eftir því sem líður á þingið. Ég byggi það bara á fyrri reynslu. Ég hlakka til þess að sú regla verði brotin,“

segir Björn.

Fyrirspurnirnar 119 skiptast á 11 ráðherra og forseta þingsins, sem gerir tæpar 10 fyrirspurnir á hvern aðila. Svörin eru hinsvegar rétt rúm tvö á mánuði, eða um 300 á ári. Alls bárust 366 fyrirspurnir á síðasta þingi, en þær voru óvenjulega margar:

„…sem er að einhverju leyti rétt m.t.t. þeirra fyrirspurna sem bárust frá mér en á sama tíma voru margar þeirra afrit af sömu spurningunni til margra ráðherra. Svarið var því endurnýtt tiltölulega oft sem var tímasparandi. Það lítur hins vegar út fyrir að fyrirspurnirnar verði ansi margar á þessu þingi. Langt umfram 300 svara svigrúmið (349 var svarað á 148. þingi og meðalsvartíminn var 41 dagur),

segir Björn Leví.

Lilja með lengsta svartímann

Samkvæmt tölfræði Björns Leví er Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra sá ráðherra sem lengstan tíma tekur sér í svör við fyrirspurnum, eða 28 daga að meðaltali. Hún hefur aðeins svarað einni fyrirspurn, en átta fyrirspurnir bíða svara hjá henni.

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra er hinsvegar fljótastur til svara, en það tekur hann að meðaltali 12 virka daga að svara fyrirspurnum. Hefur hann svarað fjórum af 11 fyrirspurnum og því bíða sjö fyrirspurnir enn svars.

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra tekur sér 21 virkan dag að meðaltali til að svara fyrirspurnum, en hún hefur svarað einni af fjórum fyrirspurnum.

Athygli vekur að Þórdís Kolbrún Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, hefur fengið alls sjö fyrirspurnir, en engri svarað.

Svartími einstakra ráðherra

Hér að neðan má sjá svartíma einstakra ráðherra og tölfræði þeim tengdum:

Forseti Alþingis
Meðalfjöldi virka daga v/ósvaraðra spurninga: 0 / fjöldi ósvaraðra fyrirspurna: 0
Meðalsvartími í virkum dögum: 9 / fjöldi svaraðra fyrirspurna: 2
Heildarfjöldi fyrirspurna: 2

Forsætisráðherra
Meðalfjöldi virka daga v/ósvaraðra spurninga: 11 / fjöldi ósvaraðra fyrirspurna: 3
Meðalsvartími í virkum dögum: 21 / fjöldi svaraðra fyrirspurna: 1
Heildarfjöldi fyrirspurna: 4

Dómsmálaráðherra
Meðalfjöldi virka daga v/ósvaraðra spurninga: 17 / fjöldi ósvaraðra fyrirspurna: 14
Meðalsvartími í virkum dögum: 23 / fjöldi svaraðra fyrirspurna: 6
Heildarfjöldi fyrirspurna: 20

Félags- og jafnréttismálaráðherra
Meðalfjöldi virka daga v/ósvaraðra spurninga: 18 / fjöldi ósvaraðra fyrirspurna: 7
Meðalsvartími í virkum dögum: 24 / fjöldi svaraðra fyrirspurna: 1
Heildarfjöldi fyrirspurna: 8

Fjármála- og efnahagsráðherra
Meðalfjöldi virka daga v/ósvaraðra spurninga: 21 / fjöldi ósvaraðra fyrirspurna: 21
Meðalsvartími í virkum dögum: 15 / fjöldi svaraðra fyrirspurna: 1
Heildarfjöldi fyrirspurna: 22

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra
Meðalfjöldi virka daga v/ósvaraðra spurninga: 18 / fjöldi ósvaraðra fyrirspurna: 7
Meðalsvartími í virkum dögum: 12 / fjöldi svaraðra fyrirspurna: 4
Heildarfjöldi fyrirspurna: 11

Utanríkisráðherra
Meðalfjöldi virka daga v/ósvaraðra spurninga: 21 / fjöldi ósvaraðra fyrirspurna: 7
Meðalsvartími í virkum dögum: 19 / fjöldi svaraðra fyrirspurna: 1
Heildarfjöldi fyrirspurna: 8

Umhverfis- og auðlindaráðherra
Meðalfjöldi virka daga v/ósvaraðra spurninga: 15 / fjöldi ósvaraðra fyrirspurna: 8
Meðalsvartími í virkum dögum: 20 / fjöldi svaraðra fyrirspurna: 1
Heildarfjöldi fyrirspurna: 9

Mennta- og menningarmálaráðherra
Meðalfjöldi virka daga v/ósvaraðra spurninga: 17 / fjöldi ósvaraðra fyrirspurna: 8
Meðalsvartími í virkum dögum: 28 / fjöldi svaraðra fyrirspurna: 1
Heildarfjöldi fyrirspurna: 9

Heilbrigðisráðherra
Meðalfjöldi virka daga v/ósvaraðra spurninga: 14 / fjöldi ósvaraðra fyrirspurna: 4
Meðalsvartími í virkum dögum: 23 / fjöldi svaraðra fyrirspurna: 4
Heildarfjöldi fyrirspurna: 8

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra
Meðalfjöldi virka daga v/ósvaraðra spurninga: 13 / fjöldi ósvaraðra fyrirspurna: 7
Meðalsvartími í virkum dögum: 16 / fjöldi svaraðra fyrirspurna: 4
Heildarfjöldi fyrirspurna: 11

Ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra
Meðalfjöldi virka daga v/ósvaraðra spurninga: 9 / fjöldi ósvaraðra fyrirspurna: 7
Meðalsvartími í virkum dögum: 0 / fjöldi svaraðra fyrirspurna: 0
Heildarfjöldi fyrirspurna: 7

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Snorri Jakobsson: Fjárfestar hafa flutt sig af hlutabréfamarkaði yfir á fasteigna- og lóðamarkað

Snorri Jakobsson: Fjárfestar hafa flutt sig af hlutabréfamarkaði yfir á fasteigna- og lóðamarkað
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Baldur um viðtalið umdeilda: „Ef ég hefði sagt eitthvað annað, þá hefði ég sagt ósatt“

Baldur um viðtalið umdeilda: „Ef ég hefði sagt eitthvað annað, þá hefði ég sagt ósatt“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Flestir kjósa til vinstri, líka hægrimenn

Sigmundur Ernir skrifar: Flestir kjósa til vinstri, líka hægrimenn
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Katrín græðir tæpast á tengslum við handlangara Bjarna Ben

Orðið á götunni: Katrín græðir tæpast á tengslum við handlangara Bjarna Ben