fbpx
Föstudagur 18.janúar 2019
Eyjan

251 fyrirtæki nota erlendan gjaldmiðil

Egill Helgason
Þriðjudaginn 30. október 2018 10:45

Í dag les maður í fjölmiðlum að íslenska hagkerfið sé að snöggkólna. Gengi krónunnar hefur gefið verulega eftir undanfarið – í gamla daga hefði verið talað um stóra gengisfellingu. Þetta gerist á sama tíma og kjarasamningar eru að losna og útlit fyrir stórátök á vinnumarkaði.

Það eru allar líkur á að verðbólga magnist upp eftir eitthvert lengsta skeið verðstöðugleika sem við höfum þekkt – það hefur að talsverðu leyti verið háu krónungengi að þakka, kannski óeðlilega háu. Og þá hækka vextir á húsnæðislánum – um leið og horfur eru á að húsnæðisverð standi í stað eða lækki.

Verkalýðshreyfingin er þess albúin, fyrir utan kröfur um talsverðar kauphækkanir, að herja á ríkið vegna kjarasamninganna. Þetta má meðal annars heyra á máli Drífu Snædal, nýs forseta ASÍ. Hún talar mest um hvað ríkisstjórnin þarf að gera til að hægt sé að semja. Þannig munu spjótin væntanlega standa á þrenningunni sem leiðir flokkana í ríkisstjórn, Katrínu Jakobsdóttur, Bjarna Benediktssyni og Sigurði Inga Jóhannssyni.

Líf ríkisstjórnarinnar kann að ráðast af því hvernig tekst til.

Merkilegt er að lesa á þessum tíma hversu mörg íslensk fyrirtæki það eru sem gera upp í erlendri mynt, annað hvort krónu eða dollar. Þessi fyrirtæki standa á sinn hátt utan krónuhagkerfisins. Samkvæmt þessari frétt Ríkisútvarpsins eru þau 251 talsins. Í fréttinni segir:

Flest þessara félaga gera upp í evrum eða um 133 en 97 félög gera upp í dollurum. 82 félög halda úti starfsemi eignarhaldsfélaga. Um 40 af 251 félagi tengjast sjávarútvegi, 10 félög eru í hugbúnaðargerð, 5 í álframleiðslu og 5 eru í farþegaflutningum með áætlunarflugi  svo dæmi séu nefnd.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Leikskólagjöldin hæst í Garðabæ – Mikill verðmunur milli sveitarfélaga

Leikskólagjöldin hæst í Garðabæ – Mikill verðmunur milli sveitarfélaga
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Erlendum ríkisborgurum hefur fjölgað um tæp 68% á þremur árum

Erlendum ríkisborgurum hefur fjölgað um tæp 68% á þremur árum