fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Eyjan

Stundin, Bjarni Ben og Streisand-áhrifin

Egill Helgason
Mánudaginn 29. október 2018 08:46

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stundin tók það skref að halda áfram að birta efni byggt á Glitnisskjölunum nú fyrir helgina. Það er fagnaðarefni. Lögbannið var vitleysa frá fyrstu tíð og hneisa hversu langan tíma hefur tekið að fjalla um það í réttarkerfinu.

Úr sliku verður að bæta. Mál af þessu tagi á að vera hægt að afgreiða á stuttum tíma, ef þau koma upp – og auðvitað á að fara mjög varlega í beitingu lögbanna gegn tjáningarfrelsinu. Sýslumaðurinn í Reykjavík fær líka á baukinn þegar lögbannið er fellt úr gildi, fyrst í Héraðsdómi og síðan í Landsrétti. Því verður varla trúað að stjórnendur hins fallna Glitnis reyni að fara með málið í Hæstarétt.

Stundin birti efni upp úr skjölunum í tölublaði sínu fyrir helgi. Framsetningin var mjög kraftmikil. Margra blaðsíðna umfjöllun inni í blaðinu, öflug forsíða með stórri mynd af Bjarna Ben og vandlega völdum fyrirsagnapunktum. Allt virkar þetta mjög neyðarlega fyrir hann.

En það verður samt að segja eins og er að í þessari umfjöllun blaðsins var sáralítið nýtt. Flest af þessu hefur birst áður, þótt kannski hafi það ekki verið sett í nákvæmlega þetta samhengi. Enda fór svo að aðrir fjölmiðlar tóku ekki upp umfjöllun Stundarinnar.

Það var ekki vegna þess, eins og maður hefur heyrt haldið fram, að þeir séu svo huglausir eða hræddir við valdið, heldur vegna þess að þeir komu ekki auga á nýja fréttapunkta.

Svo verður forvitnilegt að sjá á næstu vikum hvort eitthvað nýtt kemur upp úr birtingu skjalanna frá Glitni og hvað ritstjórn Stundarinnar metur að eigi erindi við almenning. Fyrir  ári, þegar Stundin var að birta upplýsingar um Bjarna Benediktsson og fjölskyldu hans í nokkrum tölublöðum, hafði maður á tilfinningunni að málið væri farið að þynnast út – að það væri nánast tæmt áður en lögbannið var sett á.

Meðal annars þess vegna kom lögbannskrafan á óvart. Hún magnaði málið upp – styrkti verulega stöðu Stundarinnar sem fjölmiðils. Í þessu sambandi má nefna það sem í Bandaríkjunum kallast Streisand-áhrifin. Byggir á því þegar söng- og leikkonan Barbra Streisand reyndi árið 2003 að stöðva birtingu af stórhýsi sínu í Malibu í Kaliforníu. Þetta varð til þess að umfjöllunin barst miklu víðar en hún hefði gert ella – og virkaði óþægilegri fyrir Streisand.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Óæskilegt lesefni

Óttar Guðmundsson skrifar: Óæskilegt lesefni
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Trúnaði aflétt af leynilegu minnisblaði um meint spillingarmál – „Hlýtur að teljast vafasamt“

Trúnaði aflétt af leynilegu minnisblaði um meint spillingarmál – „Hlýtur að teljast vafasamt“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Verður spútnikframbjóðandinn himnasending kosninganna?

Orðið á götunni: Verður spútnikframbjóðandinn himnasending kosninganna?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Siglaugsson skrifar: Gervigreind og máttur tungumálsins

Þorsteinn Siglaugsson skrifar: Gervigreind og máttur tungumálsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Notum tímann núna

Þorsteinn Pálsson skrifar: Notum tímann núna