fbpx
Sunnudagur 05.maí 2024
Eyjan

„Skapar tortryggni og vantraust“ segir Katrín um stjórnmálamenn í viðskiptum – Segir upplýsingarnar um Bjarna Ben hafa legið fyrir

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 29. október 2018 16:40

Samsett mynd DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur greint frá afstöðu sinni til umsvifa Bjarna Benediktssonar í viðskiptalífinu samhliða þingmennsku sinni, sem Stundin hefur fjallað um á grundvelli Glitnisskjalanna.

„Það er mín afstaða að stjórnmálamenn eigi almennt ekki að vera umsvifamiklir í viðskiptum samhliða stjórnmálastarfi þar sem það skapar tortryggni og vantraust,“

segir Katrín við Stundina.

Vissi að hverju hún gekk

Hún segir það hinsvegar hafa legið fyrir að Bjarni hafi ekki komið að slíkum umsvifum í áratug og því hafi VG vitað að hverju var gengið við myndun stjórnarsamstarfsins.

„Þá liggur einnig fyrir, líkt og fram kemur í frétt Stundarinnar um þessa fyrirspurn, að upplýsingar um margþætt umsvif núverandi fjármálaráðherra í viðskiptalífinu samhliða þingmennsku fyrir hrun höfðu komið fram áður en gengið var til síðustu kosninga. Að sama skapi liggur fyrir að núverandi fjármálaráðherra hefur ekki komið að neinum slíkum umsvifum í áratug. Þessar upplýsingar lágu því fyrir þegar Vinstri græn tóku ákvörðun um að mynda núverandi ríkisstjórn,“

segir Katrín.

Siðferðilegt álitamál

Athygli vekur að Katrín vill ekki svara því efnislega hvaða skoðun hún hefur á því að þingmenn, þar með talið Bjarni Benediktsson, notist við skattaskjól í viðskiptum sínum:

„Í þessum málum eins og flestum öðrum er það mín afstaða að mestu skipti að breyta kerfinu. Skattaskjól eru afleiðing þess kerfis sem byggt var upp á forsendum nýfrjálshyggju og frjálsra fjármagnsflutninga. Ég hef ekki verið og er ekki hlynnt þeirri afstöðu að smætta kerfislægan vanda í einstök siðferðileg álitamál sem eru afleiðing aukinnar einstaklingshyggju og einstaklingsvæðingar stjórnmálanna. Það eru mun langdrægari áhrif sem hljótast af því að breyta kerfinu sjálfu og það er t.d. fagnaðarefni að baráttan gegn skattaskjólum og vinna til að efla traust á stjórnmálum og stjórnsýslu sé orðið eitt af forgangsmálum OECD. Þessi afstaða mín kom raunar fram í viðtali við The Guardian fyrr á þessu ári þar sem ég var spurð um þessi málefni.“

Sjá nánar umfjöllun Stundarinnar hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Halla Tómasdóttir í hljóði og mynd

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Halla Tómasdóttir í hljóði og mynd
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Svarthöfði skrifar: Grenjað á gresjunni

Svarthöfði skrifar: Grenjað á gresjunni
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Undirrita samninga við Neos-flugfélagið um leiguflug

Undirrita samninga við Neos-flugfélagið um leiguflug
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Segir forsetaframboðið ekki vera viðbrögð við því að leggja eigi starfið hennar niður

Segir forsetaframboðið ekki vera viðbrögð við því að leggja eigi starfið hennar niður
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Forsetaefni íhaldsmanna?

Björn Jón skrifar: Forsetaefni íhaldsmanna?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Snorri Jakobsson: Seðlabankinn eins og hundur sem eltir skottið á sér

Snorri Jakobsson: Seðlabankinn eins og hundur sem eltir skottið á sér