fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Eyjan

Segir að VG og Framsókn telji ríkisstjórnarsetu mikilvægari en heiðarleika og ábyrgð ráðherra

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 29. október 2018 06:19

Helga Vala Helgadóttir, þingkona Samfylkingarinnar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í pistli í Morgunblaðinu í dag fjallar Helga Vala Helgadóttir, þingkona Samfylkingarinnar, um traust á stjórnmálum sem hefur verið í sögulegu lágmarki undanfarinn áratug. Hún segir að þetta traust verði ekki endurunnið á einni nóttu, það þurfi að koma til þrotlaus vinna þeirra sem starfa á vettvangi stjórnmála. Hún segir að síðasta vika hafi ekki verið til þess fallin að auka traust fólks á stjórnmálum.

„Þá féllu tveir dómar vegna ólögmætra ákvarðana Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra. Viðbrögð hennar og flokkssystkina hennar voru að drepa alvarleika málsins á dreif, afvegaleiða umræðuna, bera saman ólíka þætti og á köflum fara með ósannindi til varnar ólögmætum gjörðum hennar. Það var ekki verið að dæma dómsmálaráðherra sem fyrirsvarsmann vegna ákvarðana undirstofnana heldur var verið að dæma íslenska ríkið bótaskylt vegna beinna aðgerða Sigríðar. Viðbrögðin minnka enn traust á stjórnmálum. Sigríður ætlar enga ábyrgð að bera né gerir flokkur hennar eða samstarfsflokkar í ríkisstjórn kröfu um það.“

Segir Helga Vala og segir að það skipti Vinstri græn og Framsóknarflokkinn meira máli að sitja í ríkisstjórn en ábyrgð ráðherra og heiðarleiki. Hún víkur því næst penna að nýjum upplýsingum sem Stundin birti í síðustu viku um fjármálagerninga Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra, eftir að hann varð þingmaður og fram á haustið 2008. Eins og kunnugt er var sett lögbann á birtingu þessara upplýsinga en því var síðan hnekkt af dómstólum.

„Fyrir ári sagði Bjarni engar nýjar upplýsingar vera í ítarlegri umfjöllun Stundarinnar, The Guardian og Reykjavík Media um fjármálagerninga hans og fjölskyldu hans í aðdraganda hrunsins. Það sama segir hann í dag. Þetta er rangt því nú fáum við að sjá svart á hvítu að þvert á orð hans kom hann ítrekað fram fyrir hönd fjölskyldunnar í fjármálagerningum þeirra löngu eftir að hann settist á þing og fram að hruni að minnsta kosti. Þær upplýsingar sem hann hafði, umfram almenning, gerðu það að verkum að hann og fjölskylda hans seldu hlutabréf sín fyrir hátt í þrjú þúsund milljónir í aðdraganda falls bankanna. Hann sjálfur seldi hluti að verðmæti 50 milljónir króna í sjóði 9 síðustu dagana fyrir fall Glitnis en hafði áður neitað því. Seinna bar hann við að ástæða ósannindanna væri sú að það væri svo langt um liðið að hann hefði bara gleymt því, enda má segja að 50 milljónir séu ekki há fjárhæð miðað við þrjú þúsund milljóna sölu fjölskyldunnar.“

Segir Helga Vala um hlutabréfasölu fjölskyldu Bjarna og bætir við að samkvæmt nýjustu upplýsingum hafi Bjarni verið í beinu sambandi við yfirstjórn bankans fyrir hönd fjárfestingarfélags fjölskyldunnar, sem átti meðal annars stóran hlut í bankanum, árum saman eftir að hann tók sæti á Alþingi.

„Sjálfur hefur hann neitað því. Er þá ekki minnst hér á umfjöllun um eignir í skattaskjólum og Vafningsmálið. Traust verður ekki endurreist nema með heiðarleika og ábyrgð. Ef við viljum endurreisa virðingu Alþingis og traust á stjórnmálum er bara ein leið fær. Katrín Jakobsdóttir verður að marka leiðina.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Hvalur sprakk í tætlur

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn
Eyjan
Í gær

800 milljóna halli en þokast í rétta átt

800 milljóna halli en þokast í rétta átt
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Jón Gnarr: Forseti tali íslensku á alþjóðavettvangi – íslenskan á að fá að hljóma

Jón Gnarr: Forseti tali íslensku á alþjóðavettvangi – íslenskan á að fá að hljóma
Eyjan
Fyrir 3 dögum

„Vopnið ykkur fyrir kosningarnar“

„Vopnið ykkur fyrir kosningarnar“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Gamli kanslarinn vill fá skrifstofuna sína aftur – Ekki líklegt að það gangi eftir

Gamli kanslarinn vill fá skrifstofuna sína aftur – Ekki líklegt að það gangi eftir
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Baldur með mesta fylgið samkvæmt nýrri könnun

Baldur með mesta fylgið samkvæmt nýrri könnun