fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Eyjan

Afskriftir Engeyjarfjölskyldunnar nema 130 milljörðum: „Að Bjarni skuli vera fjármálaráðherra er alveg galið“

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 29. október 2018 10:00

Bjarni Benediktsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stundin hefur fjallað ítarlega um fjármálasögu Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra, á grundvelli Glitnis-skjalanna svokölluðu, sem leiddi til þess að bankinn krafðist þess að lögbann væri sett á umfjöllunina um skjölin. Landsréttur komst að þeirri niðurstöðu fyrir nokkru að lögbannið væri ólöglegt og hefur Stundin því fjallað áfram um málið.

Í dag er greint frá því að þau fyrirtæki sem Bjarni kom að fyrir hönd fjölskyldu sinnar, hafi fengið afskriftir upp á 130 milljörðum króna samanlagt. Flest hafi þau orðið gjaldþrota, eða tekin yfir af kröfuhöfum í kjölfar hrunsins.

Fyrir liggur að afskriftirnar nema 82 milljörðum en Stundin segir eðlilegt að bæta við skuldum eignarhaldsfélagsins Földungs ehf, áður Vafnings ehf, við þrotabú Glitnis, sem nemur ríflega 47 milljörðum. Földungur á aðeins 52 milljónir til móts skuldum sínum, samkvæmt ársreikningi 2017 og segir Stundin það liggja fyrir að skuldirnar verði afskrifaðar með tíð og tíma.

Stundin segir að Glitnisskjölin sýni að Bjarni hafi verið potturinn og pannan í fjárfestingum Engeyjarfjölskyldunnar samhliða þingmannsstörfum sínum, þvert á það sem Bjarni hefur sjálfur haldið fram, að hann hafi einungis verið milliliður fyrir föður sinn og föðurbróður og skrifað undir lánveitingar í þeirra nafni.

Djúp hola spillingar

Margrét Tryggvadóttir, fyrrum þingflokksformaður Hreyfingarinnar sálugu og Þór Saari, fyrrum formaður Hreyfingarinnar, vekja athygli á viðskiptasögu Bjarna á Facebook.

Margrét segir:

„Krakkar, þetta er sturlað og það er ekki eitt, það er allt. Dæmi: Afskriftir af þessum viðskiptum verða um 130 milljarðar þegar allt er komið. Hvaða fávitum dettur þá í hug að gera manninn að fjármálaráðherra? Maðurinn gat ekk einu sinni rekið bensínstöð á fákeppnismarkaði án þess að fara á hausinn. Netfang Bjarna hjá Alþingi var notað í hluta af þessu stússi. Það eitt og sér er tilefni til afsagnar. Meðfram þingstörfum ráðgaðist Bjarni við bankastjóra um löggjöf um FME.“

Þór Saari tekur í svipaðan streng:

„Mitt í þessari ferð minni um Eyjahafið get ég ekki annað en tekið undir með Margréti Tryggvadóttur um þá djúpu holu spillingar sem íslensk stjórnmál eru föst í. Að Bjarni skuli vera fjármálaráðherra er alveg galið, að hann skuli vera formaður Sjálfsæðisflokksins segir svo allt sem þarf um siðferðið á þeim bæ. En að hann skuli líka vera forsætisráðherra, jafnframt því að vera formaður VG, er birtingarmynd þess hversu alvarlega sjúk íslensk stjórnmál raunverulega eru.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki