fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Eyjan

Sauð upp úr á RÚV: Gunnar Smára setti þöglan við þessi orð en sagði svo reiðilega – „Á að bjóða manni upp á þetta?! Ert þú ekki siðfræðingur?!“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 28. október 2018 13:47

Gunnar Smári Egilsson og Stefán Einar Stefánsson. Samsett mynd/skjáskot af RÚV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Til heiftarlegra orðaskipta kom á milli Gunnars Smára Egilssonar stofnanda Sósíalistaflokksins og Stefáns Einars Stefánssonar blaðamanns á Morgunblaðinu í umræðu um kjaramál í Silfrinu á RÚV í morgun. Stefán Einar skaut á Gunnar Smára vegna viðskilnaðar hans á Fréttatímanum, en fjölmiðillinn hætti rekstri skyndilega árið 2017 og ekki fengu allir starfsmenn greidd laun sem þeir áttu inni hjá fjölmiðlinum, er þeir tvímenningar tókust á um árangur af starfi Stefáns Einars í embætti formanns VR. Stefán Einar var nokkuð umdeildur í starfi á þeim tíma sem hann stýrði VR og sem dæmi má nefna að þá höfðaði hann m.a. meiðyrðamál gegn DV vegna umfjöllunar um ráðningu Söru Lindar, unnustu hans til VR á þeim tíma sem Stefán Einar gengdi formennsku, þótt hún hafi ekki verið metin hæfust. Þess má geta að DV var sýknað af þeirri umfjöllun.

En í þættinum í dag sauð sem sagt upp úr sem endaði á því að Stefán Einar klappaði á handlegg Gunnars Smára og sagði: „Ég borgaði þó laun, Gunnar.“

Áður hafði Stefán Einar bent á að kjarasamningar sem hann gerði fyrir hönd VR árið 2011 hefðu leitt til þess í áföngum að lágmarkslaun væru í dag komin upp í 300.000 kr. og að hinir lægst launuðu hefðu fengið kjarabætur upp á 65% á undanförnum árum.

Stefán Einar sagði að það eina sem gæti leitt til endurtekins fjármálahruns á Íslandi væru óbilgjarnar kröfur nýrrar forystu verkalýðshreyfingarnar og það væri ólíðandi að menn fengjust ekki til að leggja fram útreikninga um hvað þessar kröfur myndu kosta þjóðarbúið og fyrirtæki.

Gunnar Smári sagði að hinn almenni félagsmaður stæði á bak við þessa kröfugerð. Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, sagði að tillögur flokksins væru í samræmi við þessa kröfugerð verkalýðshreyfingarinnar.

Gunnar Smári sagði að launahækkanir sem Stefán Einar hefði samið um hefðu aldrei skilað sér til launafólks. Ríkið hefði tekið hluta í skatta og leigusalar afganginn og tók Inga Sæland undir það. Það var þá sem Stefán Einar lét hin eldfimu orð falla. Stefán Einar sagði:

Ólíkt þér, þá borgaði ég því laun. Ólíkt þér, þá borgaði ég þó launin svo það er ekki rétt að við höfum ekki borgað fólki neinar kjarabætur.

Gunnar Smári þagði þá í augnablik en hækkaði svo róminn, reiður og hneykslaður.

„Á að bjóða manni uppá svona? Ha! Ertu ekki siðfræðingur? Ertu ekki siðfræðingur?  Þykist þú ekki vera siðfræðingur.“

Á endanum greip Egill Helgason inn í og bað Gunnar Smára og Stefán Einar að róa sig.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki