fbpx
Þriðjudagur 07.maí 2024
Eyjan

Hrólfur boðaður í viðtal hjá innri endurskoðun í næstu viku vegna braggamálsins

Bjartmar Oddur Þeyr Alexandersson
Föstudaginn 26. október 2018 13:00

Dagur B. Eggertsson, Hrólfur Jónsson, Vigdís Hauksdóttir og frægasti braggi á Íslandi. Samsett mynd/DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hrólfur Jónsson, fyrrverandi skrifstofustjóri eigna og atvinnuþróunar hjá Reykjavíkurborg, mun fara á fund hjá innri endurskoðun borgarinnar vegna rannsóknar sem er í gangi vegna braggamálsins. Þetta staðfesti hann í samtali við DV. Mun hann mæta ein síns liðs og án lögfræðings. Hrólfur hefur sagt opinberlega að hann beri ábyrgðina á því að kjörnir fulltrúar Reykjavíkurborgar hafi ekki vitað um stöðu mála. Hrólfur hefur ítrekað tekið fram að Dagur B. Eggertsson hafi ekki vitað af þessari framúrkeyrslu á sínum tíma.

Hrólfur var stjórnandi hjá Reykjavíkurborg í rúma þrjá áratugi og var skrifstofustjóri skrifstofu eigna og atvinnuþróunar þegar verkefnið á Nauthólsvegi 100 var kynnt með pompi og prakt haustið 2015. Sama ár gerði verkfræðistofan Efla kostnaðaráætlun þar sem kom fram að heildarkostnaðurinn yrði mest um 158 milljónir króna. Nú þremur árum síðar er kostnaðurinn kominn yfir 415 milljónir. Hrólfur lét af störfum fyrr á þessu ári. DV hefur birt reikninga úr bókhaldi Reykjavíkurborgar sem varpa ljósi á hvað Reykjavíkurborg hefur verið að greiða fyrir í tengslum við verkefnið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Fjármálaráð gefur verkum ríkisstjórnarinnar falleinkunn

Orðið á götunni: Fjármálaráð gefur verkum ríkisstjórnarinnar falleinkunn
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Misheppnuð tilraun snýst um prinsipp

Þorsteinn Pálsson skrifar: Misheppnuð tilraun snýst um prinsipp
Eyjan
Fyrir 1 viku

Halla Hrund bætir enn við fylgi sitt og fylgi Katrínar minnkar

Halla Hrund bætir enn við fylgi sitt og fylgi Katrínar minnkar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Stórskaðlegur og bannaður nagladekkjadans dunar áfram – Tugir deyja, ekkert mál?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Stórskaðlegur og bannaður nagladekkjadans dunar áfram – Tugir deyja, ekkert mál?