fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Eyjan

Enginn listi til yfir minjar sem bjargað var við byggingu braggans – Framkvæmdir sagðar vera minjavernd

Bjartmar Oddur Þeyr Alexandersson
Föstudaginn 26. október 2018 14:35

Bragginn í Nauthólsvík og mynd innan um gluggann á náðhúsinu. Samsett mynd.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

DV sendi beiðni fyrir meira en tveim vikum um að fá lista yfir allar þær minjar sem var bjargað við framkvæmdir á Nauthólsvegi 100, svokölluðum bragga. Á þessum tveim vikum hefur DV ítrekað beiðni sína um að fá listann afhentan án þess að orðið hafi verið við því. Samkvæmt svari frá Óla Jón Hertvig, skrifstofustjóra eigna og atvinnuþróunar Reykjavíkurborgar til borgarstjórnar vegna fyrirspurnar Kolbrúnar Baldursdóttur, borgarfulltrúa Flokks fólksins, kemur fram að kostnaður vegna minjaverndar sé að minnsta kosti 70 milljónir. Ekki er öll sagan sögð þar, því þessi 70 milljóna króna kostnaður er eingöngu af áætluðum kostnaði verkefnisins sem hljóðaði upp á 237 milljónir, en framkvæmdakostnaður er nú kominn yfir 415 milljónir, svo minjaverndarkostnaðurinn er líklega hærri.

Óljóst er hvernig skrifstofa eigna og atvinnuþróunar borgarinnar komst að þeirri niðurstöðu að minjaverndin væri svona gífurlega kostnaðarsöm þar sem eingöngu eru taldir upp nokkrir hlutir sem bjargað var í svari skrifstofunnar. Er eingöngu talað um arinn, að gólf hafi verið lagað, útveggir lagaðir, stálbitar úr bragganum settir á lóð og að gafli úr bragganum bjargað í svörum til borgarstjórnar.

Í samtali við DV segir Bjarni Brynjólfsson, upplýsingarstjóri Reykjavíkurborgar, að uppgerð gólfsins í bragganum hafi verið ansi kostnaðarsöm. Samkvæmt reikningum sem DV hefur undir höndum kostaði sú framkvæmd rúmar 3,5 milljónir króna. Erfitt er því að sjá hvernig heildarkostnaður vegna minjaverndar hafi verið rúmar 70 milljónir ef dýrasta framkvæmdin hljóðaði upp á 3,5 milljónir króna.

Í upprunalegum gögnum um framkvæmdina sjálfa kemur ítrekað fram í skjölum sem kynnt voru fyrir borgarstjórn og borgarráði að verkefnið væri skilgreint sem minjavernd. Minjastofnun hefur hins vegar alltaf tekið skýrt fram að verkefnið geti ekki flokkast sem minjavernd samkvæmt lögum þar sem aldur braggans uppfylli ekki skilyrði laga um minjavernd. Óljóst er af hverju þetta orðalag var stöðugt notað þegar gefnar voru upplýsingar um framkvæmdina til kjörna fulltrúa Reykjavíkurborgar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Katrín vildi Geir Haarde í fangelsi – hefur ekki beðist afsökunar

Orðið á götunni: Katrín vildi Geir Haarde í fangelsi – hefur ekki beðist afsökunar
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem yfirgaf sjálfan sig

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem yfirgaf sjálfan sig
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Katrín með forskot á Baldur – Halla Hrund sækir í sig veðrið

Katrín með forskot á Baldur – Halla Hrund sækir í sig veðrið
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Kúrekar og jakkafatalakkar Alþingis – „Fólkið í fínu fötunum, með fínu skoðanirnar og fínu brosin“

Kúrekar og jakkafatalakkar Alþingis – „Fólkið í fínu fötunum, með fínu skoðanirnar og fínu brosin“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn
Eyjan
Fyrir 6 dögum

800 milljóna halli en þokast í rétta átt

800 milljóna halli en þokast í rétta átt