fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Eyjan

Steinunn Ólína gagnrýnir „fínukonurnar“ á kvennafrídeginum – Segir Katrínu Jakobsdóttur vera eins og „tusku“ í höndunum á Bjarna Ben

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 24. október 2018 13:56

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, ritstjóri Kvennablaðsins, skrifar áhugaverðan pistil í tilefni af kvennafrídeginum í dag. Hún tekur þar annan pól í hæðina en gengur og gerist og er gagnrýnin á kynsystur sínar, ekki síst Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra:

„Hvers vegna eru konur í dag ekki að tala hærra um talnablindu ráðamanna þegar kemur að því að reikna öðrum en sjálfum sér og vinum sínum laun?Hvers vegna í ósköpunum eru konur ekki að mótmæla ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur, konu í forréttindastöðu, forsætisráðherra Íslands, sem er eins og tuska í höndunum á Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra? Sér er nú hver fyrirmyndin fyrir stúlkur landsins. Hvað er fengið með því að hafa nú konu sem forsætisráðherra? Krakkar, þetta fólk kann ekki að reikna. Það getur ekki reiknað. Það hefur aldrei þurft að finna fyrir því hvað það kostar að vera til!“

Fínukonurnar

Þá er Steinunni tíðrætt um „fínukonurnar“ í samfélaginu:

„Ég var sex ára á Kvennafrídeginum svokallaða árið 1975. Konur gengu út af vinnustöðum til að krefjast launa til jafns við karlmenn. Auðvitað var þetta fjöldaverkfall þótt sátt hefði náðst um að kalla þetta kvennafrí til að spæla ekki átakafælnu fínukonurnar sem vildu vera með í partýinu en aðeins ef þetta yrði kallað frí, alls, alls ekki verkfall.“

Og aftur:

„Fínukonur dagsins í dag minna skuggalega á fínukonur gærdagsins. Þær myndu aldrei mæta niður í bæ fyrir verkalýðinn, ekki fyrir útlent undirborgað verkafólk og alls ekki fyrir hýrudregna karlmenn.“

Þögn forréttindakvenna

Þá kallar Steinunn eftir meiri gagnrýni frá konum í forréttindastöðu:

„Hvar er skjaldborg kvenna um aldraða og öryrkja sem varla draga fram lífið? Hvers vegna benda konur sem á okkar dögum eru margar í forréttindastöðu, ólíkt því sem var árið 1975, ekki á hróplegt óréttlætið sem felst í útreikningi þeirra sem reikna fólki skítalaun fyrir störf sem þó halda samfélaginu gangandi?“

Um slagorð kvennafrídagsins segir Steinunn Ólína:

„Konur ætla í dag að ganga út, en hvert veit enginn og hafa hátt. Slagorð dagsins er Breytum ekki konum – Breytum samfélaginu. Sumsé, konur þurfa ekkert að leggja á sig framar, þær eru komnar í frí og samfélagið skal með illu eða góðu laga sig að þeim.“

Um kynningarmyndband kvennafrídagsins segir Steinunn Ólína:

„Í ófrumlegu kynningarmyndbandi dagsins í dag syngur auðsveipur kvennakór holt en þekkilega gömlu Rauðsokkulögin. Það myndband minnir á hryllingssenu úr Handmaids tale.“

Stéttbundinn launaójöfnuður

„Launaójöfnuður á Íslandi í dag kemur ekki aðeins niður á konum. Launaójöfnuður á Íslandi er stéttbundinn. Á Íslandi ríkir nú gríðarleg stéttaskipting, miklu meiri en var árið 1975. Engum dylst lengur framlag kvenna til íslensks samfélags. Ég hefði talið upplagt að í dag hefðu konur með öll sín fengnu og sjálfsögðu réttindi slegið skjaldborg um lægst launuðu stéttir landsins, um réttindalausa vinnuaflið sem býr hér við bókstaflega ekkert öryggi og þá er ég ekki að tala um kynjað “Safe-room“ þar sem einstaklingar geta lokað sig af til að finna til öryggis og verndar frá öðru kyni. Ég er að tala um atvinnuöryggi, launaöryggi, húsnæðisöryggi. Undirstöðuatriði í lífi okkar allra.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Hvalur sprakk í tætlur

Nýlegt

Hvalur sprakk í tætlur
Eyjan
Í gær

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn
Eyjan
Fyrir 2 dögum

800 milljóna halli en þokast í rétta átt

800 milljóna halli en þokast í rétta átt
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Jón Gnarr: Forseti tali íslensku á alþjóðavettvangi – íslenskan á að fá að hljóma

Jón Gnarr: Forseti tali íslensku á alþjóðavettvangi – íslenskan á að fá að hljóma
Eyjan
Fyrir 3 dögum

„Vopnið ykkur fyrir kosningarnar“

„Vopnið ykkur fyrir kosningarnar“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Gamli kanslarinn vill fá skrifstofuna sína aftur – Ekki líklegt að það gangi eftir

Gamli kanslarinn vill fá skrifstofuna sína aftur – Ekki líklegt að það gangi eftir
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Baldur með mesta fylgið samkvæmt nýrri könnun

Baldur með mesta fylgið samkvæmt nýrri könnun