fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Eyjan

Vilhjálmur segir lobbíista efnahagslegu forréttindahópanna spretta fram í aðdraganda kjarasamninga

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 23. október 2018 05:01

Vilhjálmur Birgisson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Töluverð gagnrýni hefur verið sett fram að undanförnu á kröfur verkalýðshreyfingarinnar í komandi kjarasamningum. Þetta eru forystumenn verkalýðshreyfingarinnar ósáttir við og vísa þessum úrtöluröddum til föðurhúsanna. Hér sé um grímulausan hræðsluáróður að ræða sem beinist að réttlátri kröfugerð launþegahreyfingarinnar.

Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag. Þar segir að það hafi fallið í grýttan jarðveg hjá verkalýðsleiðtogum að raddir hafi heyrst um að kröfur Starfsgreinasambandsins og VR stefni stöðugleikanum í voða, séu óraunhæfar og marki upphafi mesta höfrungahlaups í sögu verkalýðsbaráttunnar hér á landi.

”Það er ömurlegt þegar lobbíistar efnahagslegu forréttindahópanna spretta fram í hvert einasta skipti þegar kemur að því að þurfa að semja á almennum markaði. Á sama tíma horfum við upp á efri lög samfélagsins taka upp í 1,2 milljónir í hækkanir á einu bretti og telja stöðugleika ógnað þegar launafólk óskar sér lífsviðurværis af eigin vinnu.“

Er haft eftir Vilhjálmi Birgissyni, formanni Verkalýðsfélags Akraness.

Björn Snæbjörnsson, formaður Einingar-Iðju á Akureyri, tekur í sama streng og segir þetta daglegt brauð í kjarabaráttu.

„Alltaf, þegar almennt verkafólk setur fram kröfur sínar, fer allt þjóðfélagið af stað og úrtöluraddir geysast fram um að hér fari allt á hausinn. Svo heyrast engar raddir þegar aðrir fá mun hærri launahækkanir.“

Aðalsteinn Árni Baldursson, formaður Framsýnar í Þingeyjarsýslum, er einnig sama sinnis og segir hræsni að nú óttist menn um stöðugleikann.

„Það er ábyrgðarhluti að stíga fram með metnaðarfullar kröfur fyrir okkar fólk. Þingmenn, ráðherrar, seðlabankastjórar og forstjórar hafa fengið hundruð þúsunda í hækkanir. Þá voru engar viðvörunarbjöllur á lofti. Ég blæs á svona fullyrðingar. Við erum einfaldlega að krefjast þess að geta lifað af lægstu launum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Katrín vildi Geir Haarde í fangelsi – hefur ekki beðist afsökunar

Orðið á götunni: Katrín vildi Geir Haarde í fangelsi – hefur ekki beðist afsökunar
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem yfirgaf sjálfan sig

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem yfirgaf sjálfan sig
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Katrín með forskot á Baldur – Halla Hrund sækir í sig veðrið

Katrín með forskot á Baldur – Halla Hrund sækir í sig veðrið
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Kúrekar og jakkafatalakkar Alþingis – „Fólkið í fínu fötunum, með fínu skoðanirnar og fínu brosin“

Kúrekar og jakkafatalakkar Alþingis – „Fólkið í fínu fötunum, með fínu skoðanirnar og fínu brosin“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn
Eyjan
Fyrir 6 dögum

800 milljóna halli en þokast í rétta átt

800 milljóna halli en þokast í rétta átt