fbpx
Þriðjudagur 16.apríl 2024
Eyjan

Gunnar Smári: Þess vegna vilja fyrirtæki ekki stytta vinnuvikuna

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 23. október 2018 12:07

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ástæða þess að eigendur fyrirtækja vilja langa vinnuviku er að þeir telja sig hafa einmitt hag af því að starfsfólkið sé útkeyrt,“ segir Gunnar Smári Egilsson, fjölmiðlamaður og stofnandi Sósíalistaflokksins.

Gunnar Smári veltir fyrir sér á Facebook ástæðum þess að vinnuvikan hafi ekki verið stytt.

„Eigendur fyrirtækja hafna ekki styttingu vinnuvikunnar vegna þess að þeir haldi að þeir tapi peningum á því. Þeir vita sem er að stytting vinnuvikunnar mun auka afköst þar sem starfsfólkið verður frískara og ekki eins útkeyrt,“ segir Gunnar Smári sem bætir við að vinnuveitendur telji sig hafa hag af því að keyra út starfsfólkið.

„Að sama skapi telja þeir það sinn hag að starfsfólkið fái svo lítið útborgað að það sé viðþolslaust af fjárhagsáhyggjum. Eigendur fyrirtækja vita sem er að óþreytt starfsfólk sem ekki er sligað af áhyggjum um eigin afkomu myndi strax skipuleggja sig og hrekja auðvaldið frá völdum, ekki láta bjóða sér kjaftæðið sem vellur út úr fjölmiðlum og stjórnmálafólki heldur taka til við að byggja upp gott og réttlátt samfélag,“ segir Gunnar Smári sem bætir við að átök í samfélaginu snúist um völd.

„Auðvaldið ætlar ekki að gefa sín völd eftir. Það er hluti af vopnabúri auðvaldsins að halda launafólki niðri, meðal annars með vinnuþrælkun og nagandi fjárhagsáhyggjum.“

Eyjan fjallaði í síðustu viku um nýlega skýrslu BSRB um styttingu vinnuvikunnar. Í skýrslu þeirra Önnu Soffíu Víkingsdóttur og Arnars Þórs Jóhannessonar hjá Rannsóknarmiðstöð Háskólans á Akureyri kom fram að stytting vinnuvikunnar hefði almennt haft jákvæð áhrif á líkamlega og andlega líðan starf starfsmanna, gerði starf á vinnustöðum markvissara og drægi úr veikindum.

Í skýrslunni kom fram að bæði karlar og konur töluðu um að stytting vinnuvikunnar hefði auðveldað þeim að samræma vinnu og einkalíf og minnkað það álag sem væri á heimilinu. Karlarnir töldu sig taka meiri þátt og axla meiri ábyrgð á heimilisstörfum en hún var svipuð hjá konum. Vistunartími barna styttist og gæðastundir með fjölskyldu jukust. Þá var sérstaklega minnst á að samskipti við bæði vinnufélaga og fjölskyldu væru betri og létt hefði á heimilunum eftir að vinnuvikan var stytt.

Einnig kemur fram að þátttakendur í tilraunaverkefnunum upplifðu almennt bætta líkamlega og andlega heilsu og meiri orku, sem nýtist bæði í vinnu og utan hennar. Þá eykst starfsánægja.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Trausti rúinn og reistur til valda

Sigmundur Ernir skrifar: Trausti rúinn og reistur til valda
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Guðjón Auðunsson: Enn sérstakt áhættuálag á Ísland hjá erlendum fjárfestum – krónan þjóðhagslegt vandamál?

Guðjón Auðunsson: Enn sérstakt áhættuálag á Ísland hjá erlendum fjárfestum – krónan þjóðhagslegt vandamál?
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Breskur þingmaður lenti í „hunangsgildru“ – Síðan gerði hann svolítið enn verra

Breskur þingmaður lenti í „hunangsgildru“ – Síðan gerði hann svolítið enn verra
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Rífandi gangur í stærsta hagkerfi heims

Rífandi gangur í stærsta hagkerfi heims
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Innmúraðir sjálfstæðismenn ósáttir við undirskriftalistann gegn Bjarna – „Stafrænt stríð“

Innmúraðir sjálfstæðismenn ósáttir við undirskriftalistann gegn Bjarna – „Stafrænt stríð“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: „Samstaðan í ríkisstjórninni“ – sjálfstæðismenn og Framsókn reyndu allt til að losna við VG

Orðið á götunni: „Samstaðan í ríkisstjórninni“ – sjálfstæðismenn og Framsókn reyndu allt til að losna við VG