fbpx
Föstudagur 18.janúar 2019
Eyjan

Vilhjálmur fletti upp forstjóra í ferðaþjónustunni og er ekki sáttur: „83-föld lágmarkslaun!”

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 22. október 2018 14:03

Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness er kominn með aðgang að vefnum tekjur.is. Vefurinn er umdeildur og telja margir það óviðeigandi að hægt sé að fletta upp tekjum einstaklinga. Vilhjálmur ákvað að fletta upp forstjóra hjá stóru fyrirtæki í ferðaþjónustunni: „Á vefnum tekjur.is kemur fram að forstjóri í stóru og öflugu fyrirtæki innan ferðaþjónustunnar hafi verið með rétt tæpar 12 milljónir í mánaðarlaun árið 2016 en það var ekki allt, því viðkomandi forstjóri var líka með fjármagnstekjur uppá 157 milljónir á ári eða nánar tilgetið 13,1 milljón á mánuði,“ segir Vilhjálmur, en hann nefnir forstjórann ekki á nafn.

„Heildartekjur þessa forstjóra voru því rétt tæpar 25 milljónir á mánuði eða 298 milljónir á ári og rétt að geta þess að þetta eru 83-föld lágmarkslaun! Ætlar einhver að halda því fram að ekkert svigrúm til launahækkana sé til staðar hjá fyrirtækinu sem þessi forstjóri starfar hjá?“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Í gær

Helga Vala um fundinn: „Ég missi ekki svefn yfir því hvernig þeir kjósa að velja orð sín“

Helga Vala um fundinn: „Ég missi ekki svefn yfir því hvernig þeir kjósa að velja orð sín“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Segir Hildi beitta þrýstingi og borgarstjóri sé ábyrgur: „Ég er bara alls ekkert í að verja braggann“

Segir Hildi beitta þrýstingi og borgarstjóri sé ábyrgur: „Ég er bara alls ekkert í að verja braggann“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Skautasvell á Austurvelli – rykmengunin í bænum

Skautasvell á Austurvelli – rykmengunin í bænum
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Leikskólagjöldin hæst í Garðabæ – Mikill verðmunur milli sveitarfélaga

Leikskólagjöldin hæst í Garðabæ – Mikill verðmunur milli sveitarfélaga