fbpx
Mánudagur 21.janúar 2019
Eyjan

Ótrúlegt myndband af tvífara Khashoggi – Fór í fötin hans eftir að hann var drepinn

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 22. október 2018 12:46

Myndband úr eftirlitsmyndavélum í Istanbúl sýna tvífara blaðamannsins Jamals Khashoggi yfirgefa ræðisskrifstofu Sáda. Það sem meira er þá virðist tvífarinn vera klæddur í föt hins myrta blaðamanns. Þetta kemur fram í umfjöllun CNN í morgun sem sjá má hér að neðan.

Heimildir CNN herma að þarna hafi verið á ferðinni Mustafa al-Madani, liðsmaður fimmtán manna sveitar Sáda sem send var til Tyrklands til að koma Khashoggi fyrir kattarnef.

Leikur grunur á að með þessu hafi Sádar viljað villa um fyrir þeim sem rannsakað hafa hvarf blaðamannsins. Sést Mustafa meðal annars skoða vinsæl kennileiti í Istanbúl eftir að hafa yfirgefið ræðisskrifstofuna.  Hann sást ganga inn á skrifstofuna fyrr þennan sama dag í sínum eigin fötum.

Sádar héldu því fram til að byrja með að Kashoggi hefði yfirgefið sendiráðið en síðan kom á daginn að svo var ekki. Á föstudag viðurkenndu yfirvöld í Sádi-Arabíu að Khashoggi hefði verið drepinn í sendiráðinu eftir að til átaka hefði komið.

Í frétt breska blaðsins Guardian kemur fram að yfirvöld í Sádi-Arabíu hafi ekki deilt myndbandinu og það ekki birst opinberlega. Barst fréttastofu CNN það frá heimildarmönnum hjá tyrkneskum yfirvöldum. Þykir það renna stoðum undir þær fullyrðingar Tyrkja að markmið Sáda hafi alltaf verið að ráða Khashoggi af dögum eða senda hann heim til Sádi-Arabíu líkt og tíðkast hefur með þá sem gagnrýna yfirvöld opinberlega.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 2 dögum

MIKILL MEIRIHLUTI ÍSLENDINGA VILL SEINKA KLUKKUNNI

MIKILL MEIRIHLUTI ÍSLENDINGA VILL SEINKA KLUKKUNNI
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Vatnsmýrin að fá póstnúmerið 102: „Innantómt orðagjálfur á tyllidögum“

Vatnsmýrin að fá póstnúmerið 102: „Innantómt orðagjálfur á tyllidögum“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Davíð Oddsson sagður afkomandi „dularfulla kynblendingsins“ Hans Jónatans

Davíð Oddsson sagður afkomandi „dularfulla kynblendingsins“ Hans Jónatans
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Lögreglan: Mikil fjölgun innbrota á heimili

Lögreglan: Mikil fjölgun innbrota á heimili