Eyjan

Ljósin skína skært í Hreyfilssjoppunni og gluggum Haraldarbúðar

Egill Helgason
Mánudaginn 22. október 2018 19:53

Þessa fallegu, nánast draumkenndu ljósmynd, setti Hlín Íris Arþórsdóttir  inn á vefinn stórkostlega Gamlar ljósmyndir og sagði að hún væri úr fórum móður sinnar. Myndin er sérstök að því leyti að hún er augljóslega lituð eftir á – það sem helst hefur verið bætt inn grænum lit í himininn og á bíl sem er fremst á myndinni, gulum lit á Hreyfilssjoppuna og skærum ljósum í glugga verslana, á klukkuna á Lækjartorgi og strætisvagninn sem ekur af torginu – í vinstri umferð. Mörg húsanna sem þarna sjást eru horfin.

Myndin er tekin neðst á Arnarhóli – þetta er svæðið þar sem Hafnartorgið svonefnt er nú að rísa. Það er horft í átt að Lækjartorgi. Þar gnæfir stórhýsi á þeirra tíma mælikvarða, þar voru skrifstofu en líka eins konar fordyri að Nýja bíói. Ljósin loga skært í gluggunum á fataverslun Haraldar Árnasonar – það þótti ein flottasta búð á landinu og þótti alþjóðlegur bragur yfir henni. Hún tók til starfa í Aðalstræti 22 árið 1915 en lagði upp laupana 1960.

En fremst á myyndinni er semsagt bifreiðastöð Hreyfils, Hreyfilssjoppan. Um tíma rak hana sá mikli merkismaður, Pétur Pétursson þulur. Fyrir fáum dögum, 16. október, voru liðin 100 ár frá fæðingu Péturs.

Bifreiðaflotinn fyrir utan er allur amerískur – að þeirra tíma hætti. Glöggur maður sem rýndi í myndina taldi að yngsti bíllinn á myndinni væri árgerð 1954. Myndin er sem sagt tekin eftir það, en varla miklu síðar.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Opnunarhátíð Veltis
Eyjan
Fyrir 10 klukkutímum

Leikur í stöðunni?

Leikur í stöðunni?
Eyjan
Fyrir 12 klukkutímum

Jón segir fjölgun aðstoðarmanna þingflokka vera enn meiri þjófnað frá skattgreiðendum – Gæðingum komið í góð störf

Jón segir fjölgun aðstoðarmanna þingflokka vera enn meiri þjófnað frá skattgreiðendum – Gæðingum komið í góð störf
Eyjan
Fyrir 20 klukkutímum

Matar- og kaffitímarnir sem gleymdust – og hin laka framleiðni sem kannski var misskilningur

Matar- og kaffitímarnir sem gleymdust – og hin laka framleiðni sem kannski var misskilningur
Eyjan
Í gær

Blikur á lofti með raforkuframboð hefðbundinna orkukosta næstu árin – Nýrra leiða leitað í skýrslu Þórdísar

Blikur á lofti með raforkuframboð hefðbundinna orkukosta næstu árin – Nýrra leiða leitað í skýrslu Þórdísar
Eyjan
Í gær

Brynjar skýtur föstum skotum á Styrmi – „Tæpar 5,3 milljónir í laun á mánuði“

Brynjar skýtur föstum skotum á Styrmi – „Tæpar 5,3 milljónir í laun á mánuði“
Eyjan
Í gær

Forstjórar íhuga dómsmál gegn ríkinu vegna kjararáðs

Forstjórar íhuga dómsmál gegn ríkinu vegna kjararáðs
Eyjan
Í gær

„Þjóðhyggjan“ og hin alltumlykjandi alþjóðamenning

„Þjóðhyggjan“ og hin alltumlykjandi alþjóðamenning