fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Eyjan

Gunnar Bragi: Óskhyggjan þarf að víkja – Þorgerður Katrín: Hægt að gera miklu betur

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 22. október 2018 08:49

Gunnar Bragi Sveinsson og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir. Samsett mynd/DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, segir það sorglegt að á 21. öldinni sé ekki meira gagnsæi og betri upplýsingar í kringum opinberar framkvæmdir. Framkvæmdir á borð við Braggaverkefnið í Nauthólsvík, Hlemm Mathöll, Hörpuna og Vaðlaheiðargöng hafa farið mjög fram úr kostnaðaráætlunum. Þorgerður segir í samtali við Fréttablaðið í dag að það sé aldrei hægt að sjá allt fyrir, mistök séu gerð en það sé hægt að gera miklu betur, kallar hún eftir samstöðu þvert á flokka: „Allir flokkar eiga að reyna að koma sér saman um hvernig hægt sé að vinna þetta betur. Það er stefna okkar að það eigi að breyta verklagsreglum,“ segir Þorgerður Katrín.

„Við þurfum að taka upp betri verkferla og eigum ekki að horfa á þetta flokkspólitískum augum. Við erum tilbúin í það verkefni ef ríkisstjórnin treystir sér í það. Ég leyfi mér að vera bjartsýn ef við náum að draga þetta út úr flokkspólitíkinni.“

Bætir hún við að það þurfi að leita lausna en ekki fara í ásakanaferli. Gunnar Bragi Sveinsson, þingflokksformaður Miðflokksins, segir að óskhyggjan þurfi að víkja við gerð áætlana um opinberar framkvæmdir: „Það er hægt að reikna sig niður á hvað sem er með því að sleppa hlutum sem reynast svo kannski nauðsynlegir. Ef menn fara ekki raunhæfar leiðir í þessu þá kemur það í bakið á þeim.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Inga Sæland herská – Kallar eftir stuðningi á þingpöllunum

Inga Sæland herská – Kallar eftir stuðningi á þingpöllunum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus