fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Eyjan

Öflugasta arðránstæki hagkerfisins – krónan

Egill Helgason
Sunnudaginn 21. október 2018 22:16

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gengissig undanfarinna vikna segir sína sögu. Ástæður þess eru einfaldar. Már vildi að gengið sigi. Hann hefur þetta mikið (ekki alveg) í hendi sér. Þetta var aðvörun. Við Íslendingar erum þrútnir að reynslu af gengisleikfimi. Krónan er jú það sem Marx myndi kalla öflugasta arðráðstæki hagkerfisins. Hún millifærir hávaðalaust fúlgur fjár frá almenningi til útflytjenda o.fl.

Þetta skrifar Þröstur Ólafsson á Fésbókina. Þröstur hefur marga fjöruna sopið í kjaramálunum. Til dæmis var hann eitt sinn framkvæmdastjóri verkamannafélagsins Dagsbrúnar. Hann þekkir líka hina hliðina, hafandi starfað í ráðuneytum og verið í stjórn Seðlabankans. Þröstur líkir ástandinu nú við það sem var fyrir rúmum þrjátíu árum:

Við stóðum frammi fyrir sama vanda 1986, skömmu fyrir þjóðarsáttina þegar BSRB fór með himinskautum í kröfugerð, og árangur baráttu þeirra var þurrkaður út daginn eftir undirritun samninganna með gengisfellingu. Eins mun fara nú, ef skynseminni verður úthýst, en hún virðist ekki eiga uppá pallborðið hjá sumum sem standa í stafni. Fátækt fólk þarf fyrst og fremst viðráðanlegt húsnæði, lágt matar- og vöruverð og stöðuga (helst velborgaða) atvinnu. Kröfugerð verkalýðsfélaganna ætti að snúast í mun meira mæli um matar- og vöruverð; nýja og gjörbreytta landbúnaðarstefnu ásamtstöðugum gjaldmiðli. Gengisfellingar íslensku krónunnar hafa leikið fátækt fólk grátt. Hún er mesti ógnvaldur almennings.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Inga Sæland herská – Kallar eftir stuðningi á þingpöllunum

Inga Sæland herská – Kallar eftir stuðningi á þingpöllunum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus