fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Eyjan

Konráð: Gengi krónunnar snýst um trú – Kjaraviðræður stærsti óvissuþátturinn

Ritstjórn Eyjunnar
Sunnudaginn 21. október 2018 13:01

Konráð S. Guðjónsson hagfræðingur

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þetta virðist vera samspil af nokkrum þáttum og ansi væntingadrifið, að því leyti að það er hægari vöxtur í útflutningi fram undan, óvissa með ferðaþjónustuna og svo náttúrulega spilar mikið inn í ótti við þessar kjaraviðræður sem eru nú á næsta leyti,“ segir Konráð Guðjónsson hagfræðingur Viðskiptaráðs. Konráð var í viðtali í útvarpsþættinum Harmageddon á föstudaginn þar sem hann ræddi um gengi krónunnar. Gengið hefur lækkað um 11% frá því í lok júlí.

Aðspurður hvort Ísland sé að sigla inn í kreppu segir Konráð: „Ég ætla að vona að það sé ekki það, það sem er fyrst og fremst er að gera er að verðbólgan fer að hækka. Hún er nú þegar komin yfir verðbólgumarkmið Seðlabankans og fer mögulega út fyrir efri vikmörkin. Svo veit maður ekki hvað gerist svo, hvað kemur út úr þessum kjaraviðræðum, þær eru stærstu óvissuþátturinn. Það er verið að krefjast þess að útborguð laun við lok samningstímans séu þau sömu og útborguð meðallaun árið 2017.“

Konráð segir að ástæðan fyrir sé óvissa í efnahagsmálum, nefnir hann sérstaklega komandi kjaraviðræður og hvernig fólk trúi að þær muni fara: „Ef að fólk trúir því að það verði eitthvað úr þessum kröfum og þær standa ekki undir sér“

Gengi krónunnar getur leitt til verðbólgu, og þannig hækkað lánin hjá þeim sem eru með verðtryggt húsnæðislán, þar sem verð á innfluttum vörum hækkar, það smitar síðan út í annað verðlag. „En ef það er ekki staðan og ef kjaraviðræður eða eitthvað annað fer úr böndunum þá hins vegar gæti þetta orðið verulegt vandamál.“

Segir hann að þá sé mjög eðlilegt að markaðurinn, lífeyrissjóðirnir og aðrir fari með fé úr landi og veikji þannig krónuna. „Lærdómurinn af síðustu árum er það að það er mjög skynsamlegt ef þú ert með einhvern sparnað, að hafa hann ekki allan bundinn við Ísland. Það er eðlilegt að hafa mikið bundið, ég vona að fólk misskilji ekki, en það er eðlileg áhættudreifing,“ segir Konráð. Það þarf ekki að stuðla að veikingu krónunnar að fara með fjármagn úr landi ef það er gert hægt og rólega, það gæti jafnvel minnkað sveiflur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Óæskilegt lesefni

Óttar Guðmundsson skrifar: Óæskilegt lesefni
Eyjan
Fyrir 6 dögum

800 milljóna halli en þokast í rétta átt

800 milljóna halli en þokast í rétta átt
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Siglaugsson skrifar: Gervigreind og máttur tungumálsins

Þorsteinn Siglaugsson skrifar: Gervigreind og máttur tungumálsins