fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Eyjan

Fangar á Kvíabryggju fá 400 krónur á tímann og ávinna sér engin önnur réttindi

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 19. október 2018 11:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Alþýðusambandi Íslands hefur ítrekað borist ábendingar vegna vinnu fanga af Kvíabryggju á almennum vinnumarkaði. Þar má nefna vinnu við fjölbýli sem verið er að gera upp fyrir langtíma leigu, uppgerð sveitabýlis fyrir gistiþjónustu og vinnu hjá flutningafyrirtæki.“

Þetta segir í yfirlýsingu ASÍ vegna vinnu fanga á Kvíabryggju. ASÍ gerir athugasemdir við fyrirkomulagið og segir það klárt brot á lögum um fullnustu refsinga. Er fangelsið og fangelsiyfirvöld hvött til að koma þessum málum í lag.

Í yfirlýsingunni er tekið fram að ASÍ geri ekki athugasemdir við betrunarvinnu sem slíka enda fari hún fram innan fangelsis og í einhverjum tilfellum utan fangelsis eins og fram kemur í lögum um fullnustu refsinga.

„Í svari forstöðumanns fangelsins Kvíabryggju við fyrirspurn ASÍ er staðfest að fangar sinna störfum, m.a. iðnaðarmanna á almennum vinnumarkaði. Jafnframt kemur fram að útseld vinna þeirra er 800 kr. á tímann og að þeir fá greiddar 400 kr. á tímann og ávinna sér engin réttindi önnur. Hér er mikilvægt að árétta að betrunarvinnu við almenn störf á vinnumarkaði er hvorki ætlað vera í samkeppni við annað launafólk eða fela í sér félagsleg undirboð og réttindasviptingu fyrir þá sem störfin vinna. “

Í yfirlýsingunni segir að lögin og greinargerðin sem vísað er til geri ráð fyrir því að fangi geti unnið utan fangelsis og að hann fái fyrir það skattskyld laun. „Engar heimildir eru til þess í lögum eða kjarasamningum að laun fyrir þá vinnu skuli ákveðin með öðrum hætti en önnur laun þ.e. lágmarkskjör skv. kjarasamningum gilda sbr. l. 55/1980. Það sama á við um öll þau réttindi sem launafólk nýtur á grundvelli kjarasamninga og laga eins og t.d. veikindaréttur, lífeyrisréttur og tryggingar við vinnu og á leið til vinnu og í frítíma ef við á.“

ASÍ telur það fyrirkomulag sem gilt hefur um störf fanga utan fangelsisins á Kvíabryggju og vakin hefur verið athygli á klárt brot á lögum nr. 15/2016 um fullnustu refsinga og hvetur fangelsið og fangelsismálayfirvöld til þess að koma þessum málum í löglegt og rétt horf. „Alþýðusambandið áskilur sér allan rétt til þess að fylgja þessum athugasemdum eftir gagnvart þeim yfirvöldum sem í hlut eiga,“ segir að lokum í yfirlýsingunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Inga Sæland herská – Kallar eftir stuðningi á þingpöllunum

Inga Sæland herská – Kallar eftir stuðningi á þingpöllunum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus