fbpx
Mánudagur 21.janúar 2019
Eyjan

Færri ungir karlar hér á landi hafa lokið framhaldsskólamenntun

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 18. október 2018 11:06

Í nýútkominni skýrslu OECD um tölfræði menntunar Education at a Glance 2018 kemur fram að hátt hlutfall karla á Íslandi, eða 23,6% hefur ekki lokið námi á framhaldsskólastigi. Næst á eftir Íslandi koma Noregur (21,5%), Danmörk (20,5%) og Svíþjóð (19%).

Finnland er eina Norðurlandið sem sker sig úr í þessum samanburði en þar er mun lægra hlutfall karla sem ekki hefur lokið framhaldsskólaprófi eða rúm 11%.  Í Evrópu eru aðeins fjögur lönd þar sem hærra hlutfall karla en á Íslandi hefur ekki lokið námi í framhaldsskóla en það eru Tyrkland, Portúgal, Spánn og Ítalía.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Menntamálastofnun sem vísar í umrædda skýrslu.

Þar segir að munur milli kynja sé fjórði hæstur á Íslandi í samanburði við önnur Evrópulönd OECD, eða um 9 prósentustig. Í Danmörku er munur milli kynja tæp 8 prósentustig og 3-5% á öðrum Norðurlöndum.

„Kynjamunurinn á Íslandi hefur þó minnkað umtalsvert frá 2003 á landinu í heild. Töluverður munur er enn á milli landsbyggðar og höfuðborgarsvæðis. Langmesta breytingu er að finna meðal kvenna á landsbyggð en árið 2003 var hlutfall kvenna á landsbyggð sem ekki hafði lokið framhaldskólaprófi 56% hjá 25-64 ára. Það er nú komið niður í 30% og er svipað og meðal karla á landsbyggð. Hlutfall kvenna á höfuðborgarsvæðinu sem ekki hefur lokið framhaldskólaprófi hefur einnig lækkað um nær helming, úr 32% í 18%. Meðal yngra fólks, þ.e. í aldurshópnum 25-34 ára hafa mun fleiri konur en karlar lokið framhaldsskólaprófi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 2 dögum

MIKILL MEIRIHLUTI ÍSLENDINGA VILL SEINKA KLUKKUNNI

MIKILL MEIRIHLUTI ÍSLENDINGA VILL SEINKA KLUKKUNNI
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Vatnsmýrin að fá póstnúmerið 102: „Innantómt orðagjálfur á tyllidögum“

Vatnsmýrin að fá póstnúmerið 102: „Innantómt orðagjálfur á tyllidögum“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Davíð Oddsson sagður afkomandi „dularfulla kynblendingsins“ Hans Jónatans

Davíð Oddsson sagður afkomandi „dularfulla kynblendingsins“ Hans Jónatans
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Lögreglan: Mikil fjölgun innbrota á heimili

Lögreglan: Mikil fjölgun innbrota á heimili