fbpx
Föstudagur 18.janúar 2019
Eyjan

Tekjur.is fengu skattskrána á pappír frá Ríkisskattstjóra

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 17. október 2018 08:44

Gögnin sem Tekjur.is notuðu til að birta fjárhagsupplýsingar allra skattgreiðenda komu frá Ríkisskattstjóra á pappírsformi. Forsvarsmenn vefjarins færðu gögnin yfir á rafrænt form og skiluðu þeim svo aftur.

Þetta segir Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, lögmaður og talsmaður Tekna.is, í samtali við Morgunblaðið í dag.

„Skráin var aðgengileg hjá Ríkisskattstjóra, sem afhenti eintak af henni á pappír sem var svo skilað aftur […] RSK afhenti skrána á pappír, en upplýsingar voru færðar yfir á rafrænt form. Gögnin eru þannig eðlilega fengin,“ segir í svari Vilhjálms við fyrirspurn Morgunblaðsins.

Á mánudag var farið fram á lögbann á vefsíðuna. Ingvar Smári Birgisson, lögfræðingur og formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna, krafðist þess en ákvörðun þar að lútandi hefur ekki verið tekin.

„Með starfrækslu vefsins er að mínu mati farið út fyrir heimildir þeirra ákvæða sem hafa legið að baki opinberri umfjöllun um laun og skattgreiðslur Íslendinga í gegnum árin,“ sagði Ingvar í yfirlýsingu þegar lögbannsbeiðnin var lögð fram.

Vilhjálmur segir við Morgunblaðið að hann hafi telji að lögbannskröfunni verði hafnað. Þá segir hann jafnframt að umbjóðandi hans stefni að því að uppfæra gögnin þegar ný skattskrá verður gefin út.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Leikskólagjöldin hæst í Garðabæ – Mikill verðmunur milli sveitarfélaga

Leikskólagjöldin hæst í Garðabæ – Mikill verðmunur milli sveitarfélaga
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Erlendum ríkisborgurum hefur fjölgað um tæp 68% á þremur árum

Erlendum ríkisborgurum hefur fjölgað um tæp 68% á þremur árum