fbpx
Mánudagur 21.janúar 2019
Eyjan

Rútubílstjórar með rúma milljón á mánuði? Varar við hruni í ferðaþjónustu ef kröfur ná fram að ganga

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 17. október 2018 06:19

Ljósmynd: DV/Hanna

Svo gæti farið að launakostnaður fyrirtækja muni rúmlega tvöfaldast nái kröfur Starfsgreinasambands Íslands fram að ganga í komandi kjaraviðræðum. Þetta gæti þýtt að mánaðarlaun hópferðabílstjóra innan Eflingar færu úr 545 þúsund krónum í rúmar 1.080 þúsund krónur á þremur árum.

Fjallað er um þetta í Markaðnum í Fréttablaðinu í dag en hækkunin sem nefnd er hér að ofan nemur 98 prósentum. Þá er bent á það að launahækkun ófaglærðra starfsmanna á veitingahúsum gæti numið allt að 150 prósentum. Þetta er samkvæmt útreikningum sem byggðir eru á kröfugerð samninganefndar Starfsgreinasambandsins.

Björn Ragnarsson, framkvæmdastjóri Kynnisferða, segir að boðaðar hækkanir leggist ekki vel í forsvarsmenn fyrirtækisins. „Það verður að segjast. Ef launahækkanir verða óeðlilega miklar munum við áfram þurfa að halda að okkur höndum, skera niður framboð enn meira og fækka fólki,“ segir Björn sem hefur áhyggjur af því að átök á vinnumarkaði gætu haft áhrif til hins verra á ferðaþjónustuna.

„Ef það verða skærur á vinnumarkaði í byrjun næsta árs, til dæmis í febrúar, mars og apríl þegar bókunartímabil ferðamanna stendur sem hæst, gæti það haft þau áhrif að það yrði algjört hrun í ferðaþjónustunni næsta sumar,“ segir Björn sem bætir við að ekki sé innistæða fyrir miklum launahækkunum. Það myndi skila sér út í verðlag í formi verðbólgu.

Stærstu rútufyrirtæki landsins hafa átt undir högg að sækja að undanförnu og nam samanlagt tap fimm stærstu þeirra um 320 milljónum króna á síðasta ári, að því er segir í Markaðnum. Þar af nam tap Kynnisferða, stærsta fyrirtækisins, 314 milljónum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 2 dögum

MIKILL MEIRIHLUTI ÍSLENDINGA VILL SEINKA KLUKKUNNI

MIKILL MEIRIHLUTI ÍSLENDINGA VILL SEINKA KLUKKUNNI
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Vatnsmýrin að fá póstnúmerið 102: „Innantómt orðagjálfur á tyllidögum“

Vatnsmýrin að fá póstnúmerið 102: „Innantómt orðagjálfur á tyllidögum“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Davíð Oddsson sagður afkomandi „dularfulla kynblendingsins“ Hans Jónatans

Davíð Oddsson sagður afkomandi „dularfulla kynblendingsins“ Hans Jónatans
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Lögreglan: Mikil fjölgun innbrota á heimili

Lögreglan: Mikil fjölgun innbrota á heimili