fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Eyjan

Hernaðarandstæðingar í Þjórsárdal á sama tíma og æfing NATO fer fram

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 17. október 2018 13:55

Ljósmynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Um þessar mundir er á Íslandi mikill fjöldi Nató-hermanna í aðdraganda gríðarstórra heræfinga sem fyrirhugaðar eru í Noregi. Liðsöfnuður þessi nýtir tímann til hvers kyns stríðsleikja hér á landi, þar með talið í Þjórsárdal n.k. laugardag þar sem fjölmennt lið mun æfa sig í að arka með hergög,“ segir í tilkynningu frá Samtökum hernaðarandstæðinga hér á landi.

Samtökin gagnrýna harðlega þessar heræfingar „með þeirri sóun og umhverfsskaða sem þeim fylgja“ eins og það er orðað í tilkynningunni. Minna samtökin á að í grunninn sé tilgangur æfinga sem þessarra að þjálfa menn í að drepa annað fólk.

„Í öðrum og óskyldum fréttum, vilja Samtök hernaðarandstæðinga tilkynna um sögu- og menningarferð sína um Þjórsárdal n.k. laugardag. Hópur friðarsinna mun þá halda að morgni dags frá Reykjavík og verja deginum við að skoða náttúru og söguminjar á þessu fallega landssvæði. Meðal annars verður ítarlega fjallað um sögu Gauks Trandilssonar á Stöng, sem felur í sér sígildan boðskap um fánýti ofbeldis.“

Í lok tilkynningarinnar kemur fram að samtökin óski þess að hermenn NATO muni ekki trufla ferðina eða spilla fyrir henni á nokkurn hátt. Þau séu þó við öllu búin.

Í frétt RÚV í fyrradag kom fram að 800 landgönguliðar verði við æfingar í Þjórsárdal um helgina. Ekki verði um eiginlega heræfingu að ræða heldur muni landgönguliðarnir ganga eftir vegslóðum. Passað verði upp á að ekki verði spjöll á umhverfi eða öðru.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Inga Sæland herská – Kallar eftir stuðningi á þingpöllunum

Inga Sæland herská – Kallar eftir stuðningi á þingpöllunum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus